Fimmta valdið

  Stundum er talað um að í lýðræðisþjóðfélagi sé valdinu skipt niður á þrjá valdhafa, löggjafar- framkvæmda- og dómsvald.
  Á umliðnum áratugum hefur mönnum verið tíðrætt um vald fjölmiðlanna, þar sé komið fjórða valdið.
  Ég get ekki merkt annað en nú hafi hið fimmta bæst við, þ.e. bloggheimar.
  Það sem er athyglisverðast við þennan nýja heim er að allir geta látið í sér heyra, svona svipað og vera á fundi þar sem allir geta fengið orðið (eina skilyrðið er raunar að hafa aðgang að tölvu og netsambandi).
  En það munu sumir ná augum fjöldans umfram aðra og spurningin er hver verða áhrifin af þessari nýju byltingu.
  Á 18 öld þurfti blóðuga byltingu og breytingarnar tóku áratugi að breiðast um heiminn, þær fóru hægt yfir og oftast var auðvelt að stöðva þær af valdhöfum, þeir þurftu einfaldlega að stöðva umtalið á götunum og það voru fjölmörg ráð við því.
  Síðar þustu menn í kröfugöngur og rödd þeirra heyrðist ekki nema meðal þeirra sem voru á staðnum eða í besta falli ef fjölmiðlar sýndu málefninu áhuga, sem var auðvitað ekki alltaf.  Fólk gat líka alltaf skrifað greinar í blöð, en það var undir höfuð lagt hvort þú fékkst birtingu á þeim og sérstaklega ef þar var eitthvað virkilega bitastætt.
  Bloggheimar eru hið nýja tjáningarform, það er bæði opnara, aðgengilegra og fljótvirkara en öll hin og jafnvel svo mörgum þyki nóg um. 
  Ég velti fyrir mér til hvers þetta mun leiða í náinni framtíð.  Nú er svo komið að enginn getur fyrirfram stjórnað því hvaða skoðun fólk á eða ætti að hafa, fimmta valdið er komið af stað og ekki enn búið að finna leið til að hemja það.
  Eða má snúa þessu við og segja að nú verði auðveldara að útbreiða skoðanir sem kvikna meðal fólksins, ef bloggarinn á upp á pallborðið.
  Pælið í þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband