Stjörnuhröp í haust.

  Nú fer starf Stjörnufrćđifélags Vestmannaeyja af stađ eftir einmuna gott sumar, enda fariđ ađ dimma á kvöldin og vel hefur sést til stjarna ađ undanförnu.

  Eitt af ţví sem viđ í félaginu munum dunda okkur viđ í vetur er ađ fylgjast međ stjörnuhröpum, ţegar ţau verđa í hámarki, svokölluđum Meteor Shower á ensku (hér vantar íslenskt orđ).  Ţessar stjörnuhrapsdrífur orsakast af ţví ađ jörđin gengur á hverju ári á ákveđnum tímum inn í leifar af ryki sem halastjörnur hafa skiliđ eftir sig.  Ţetta er spennandi ţar sem stundum eru menn heppnir og fá óvćnt ađ sjá tugi eđa fleiri stjörnuhröp á tiltölulega skömmum tíma.  Rúsínan í pylsuendanum eru svo stćrri steinar sem geta komiđ inn í gufuhvolf jarđar og sjást afar sjaldan en eru mikiđ sjónarspil á himni, svokallađir eldhnettir (e. fireball) eđa vígahnettir.

  Í október eru Óríonítar og Dragonítar efstir á blađi, síđan eru ţađ Leonítar í nóvember og Geminítar í desember.  Nöfn á ţessum drífum eru kenndir viđ ţađ stjörnumerki sem ţeir sjást stefna úr frá jörđu séđ, ţannig eru Óríonidar kenndir viđ stjörnumerkiđ Óríon (Veiđimanninn) sem sést vel frá Íslandi, sérstaklega seinnipart vetrar.  Dragonítar sjást á tímabilinu 6. - 10. október og hafa hámark ţann 8. október, ţeir hafa stefnu úr stjörnumerkinu Drekanum, sem ávallt sést frá Íslandi.  Óríonítar eru í hámarki 21. október og hafa stefnu rétt ofan viđ Óríon.  Leonitar hafa hámark 17 nóvember og koma úr Ljónsmerkinu. Tauridar hafa hámark 12 nóvember og koma af svćđi nálćgt Nautinu.  Geminitar koma međ stefnu úr Tvíburamerkinu rétt viđ stjörnuna Kastor og ná hámarki 13 desember, en ţessi loftsteinadrífa er oft mjög kröftug og sjást stundum mikiđ af stjörnuhröpum á ţessum tíma í grennd viđ Tvíburamerkiđ.

  Loks vil ég hvetja áhugasama um ađ taka ţátt í starfi félagsins og mćta á auglýsta fyrirlestra og skođunarkvöld í vetur - ţađ kemur á óvart hversu margt er ađ sjá ef litiđ er upp úr hinum daglega sjóndeildarhring.

 Stefna stjörnuhrapa úr Tvíburamerkinu í desember.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband