Fyrirlestur um Marsjeppann í dag.

  Í dag, fimmtudaginn 31. janúar 2013 stendur Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja fyrir fyrirlestri um Marsjeppann Curiosity á í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum, jarðhæð. Erindið hefst klukkan 19:30 og er öllum opið.
  Það er Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem flytur erindið.

  Mars er fjórða reikistjarnan frá sólinni og sú reikistjarna sem líkist jörðinni mest. Þótt yfirborðið sé skraufþurrt í dag ber það víða þess merki að vatn hafi flætt þar um í miklu magni, sem vekur upp þá spurningu hvort reikistjarnan hafi einhvern tímann verið lífvænleg. Til að leita svara við því var Curiosity jeppi NASA sendur til Mars. Curiosity er jarðfræðingur á hjólum, útbúinn fyrsta flokks vísindatækjum sem hann notar til að efnagreina jarðveg, berg og lofthjúp. Jeppinn lenti skammt frá lagskiptu fjalli sem talið er að hafi myndast í vatni, en setlögin þar hljóta að geyma ýmsar upplýsingar um sögu svæðisins.

  Í erindinu verður fjallað um jeppann og þær rannsóknir sem hann á að gera á Mars og hefur þegar gert.  Fjallað verður um Mars almennt og jarðfræðilegar hliðstæður á Íslandi skoðaðar, og sagt verður frá dularfullu bergi sem jeppinn hefur fundið og finnst líka í Vestmannaeyjum.

  Þá mun Sævar einnig fjalla um þær tvær forvitnilegar halastjörnur, sem væntanlegar eru síðar á árinu og gætu orðið tilkomumiklar á himni, sérstaklega sú síðari.  Ef veður leyfir fer Sævar með þá sem áhuga hafa í stjörnuskoðun að fyrirlestrinum loknum.

pia16239_c-br2.jpg Marsjeppinn að störfum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband