Sjóveikir Bankamenn

 Ég fór með Herjólfi í fyrrakvöld til Eyja eftir nokkurra daga dvöl í bænum.  Farið var að hvessa og smá veltingur á leiðinni.
  Um borð í skipinu hittir maður oftast marga og oft gaman að taka spjallið.
  Þegar við vorum nokkrir þarna að ræða málin, kemur einn skipverji á Herjólfi með æludall í hendinni, gengur til okkar og segir að það sé sjóveikur bankamaður afturí.
  Við áttum okkur ekki á hvað hann var að fara fyrr en hann hristir æluboxið og við sjáum að það er hálffullt af smámynt! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

varstu á Ægi...ég var á Tý.....

Ólafur fannberg, 11.2.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband