Tunglið og Júpiter

  Það hefur viðrað vel til stjörnuskoðunar af og til að undanförnu.  Í gær sást tunglið vel og nálægt tunglinu var skær stjarna, Júpiter, sem er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar.  Ef stjörnusjónauka væri beint að Júpiter væri unnt að sjá Galileo tunglin fjögur sem snúast um hann og það er hreint stórkostlegt að sjá þau í fyrsta skipti.

  Rétt eftir sólsetur má sjá Venus fylgja í humáttina á eftir sólu niður sjóndeildarhringinn, en Venus er oft bjartasta stjarna á himinhvolfinu á eftir sól og tungli.  Miðja vegu milli Júpiters og Venusar má sjá Úranus í sjónauka, en hann sést ekki með berum augum.  Nú í næstu viku hefst svo byrjendanámskeið í stjörnufræðinni hjá Visku og þá geta áhugasamir kynnst þessum undrum öllum betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Virkilega áhugavert,en þessi óra vídd og stærð,Vetrarbrautarinnar,gerir mann andaktugan.Þó er hún bara eftir allt bútur af alheiminum. Minnir að togarar landsmanna hafi verið skírðir eftir stjörnunum næst okkur. Man alla vega eftir ,,Júpíter,, og ,,Venusi,, Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2012 kl. 01:33

2 identicon

Hvar skrái ég mig á þetta námskeið?

Þórir Helgi Hallgrímsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 19:58

3 Smámynd: Taflfélag Vestmannaeyja

Áhugavert !

Taflfélag Vestmannaeyja, 6.1.2012 kl. 08:54

4 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Þú skráir þig hjá Visku í Vestmannaeyjum.  Þú þarft að hafa hraðar hendur, stefnt er að því að byrja í næstu viku, 10-12 janúar.

Karl Gauti Hjaltason, 6.1.2012 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband