Þjóðstjórn er skynsamleg

  Engin vafi er á því að staða Íslands á alþjóðavettvangi er grafalvarleg.  Við fáum hvergi nein lán, nema við beygjum okkur undir kröfur breta og fleiri þjóða vegna Icesave reikninganna.
  Miðað við fréttir er komin upp pattstaða sem við erum föst í.
  Það eru engin fordæmi fyrir þvílíku ástandi hér á landi á lýðveldistímanum.
  Líkur og útlit fyrir mikilli kreppu hér á landi aukast með degi hverjum.
  Órói eykst í þjóðfélaginu.
  Stjórnarandstöðunni vex ásmegin.  Engin víkur af þeim sem sátu við kjötkatlana á meðan á góðærinu stóð.
  Þó er alls ekki unnt að ganga til kosninga næstu vikur eða í vetur yfirleitt á meðan á orrahríðinni stendur.  Hvað er þá til ráða ?
  Ég tel að ráðamenn eigi að ræða við stjórnarandstöðuna og helstu sérfræðinga í viðskiptalífinu og annars staðar sem góða menn er að finna og mynda þjóðstjórn úr hæfustu mönnunum í sátt við fólkið í landinu.  Mikilvægt er þó að sem flestir þessarra manna og kvenna séu sem minnst tengd óráðsíðufólkinu sem leiddu okkur inn í þessa skelfingu.  Hlutverk þessarar stjórnar yrði að róa í gegnum stærstu öldurnar og efna svo til kosninga.
  Af hverju :  Það verður og er ekki auðvelt fyrir ráðamenn að stjórna skútunni sómasamlega ef ólgan vex í landinu eins og hún virðist ætla að gera.  Þeir hafa nóg með að ræða við erlenda lánadrottna, ríki og innistæðueigendur og einbeita sér að því að ná sem hagstæðustu samningum við þessa aðila þó þeir þurfi ekki einnig að berjast við innlenda andstæðinga.
  Nú er þörf á samstöðu en ekki sundrungu.

mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband