Trúverðugur.

  Horfði á Davíð í Kastljósinu og fannst hann trúverðugur.  Veit þó að ég á ekki marga skoðanabræður, en það skiptir þó litlu.

  Man vel eftir uppástungu hans um þjóðstjórn og spyr afhverju menn urðu vitlausir vegna þessarar tillögu Davíðs ?  Hefur ekki einmitt komið í ljós að þetta var kórrétt hjá honum.

  Hljóta ekki menn einnig að taka undir með honum að loforðið um að hverjum steini yrði velt við hefur ekki verið efnt svo nokkurt vit sé í !

  Og hvað með einkahlutafélögin og vildarlánin til þeirra ?  Hvar eru mál þeirra stödd og ég trúi bara ekki að riftunarfrestir verði látnir líða í karp um keisarans skegg.  Hefur enginn áhuga á neinu raunverulegu, bara að koma Davíð burt, það er það eina sem kemst að.

  Þá er ég sammála honum um að stjórnleysi og agaleysið sé algjört.  Hvað er þessi ríkisstjórn t.d. að gera ?  Jú, koma honum frá og svo hvað ?  Lækka skuldir um 20% - er ekki allt í lagi með þingmennina ?  Og er verið að telja kjark í allt það fólk sem er að missa allt sitt ?

  Ég hef sagt það áður að við hefðum betur átt að bregðast hart við  strax í upphafi eins og bretar gerðu með hryðjuverkalögunum, skella öllu í lás svo menn hlypu ekki út með góssið.  En við gerðum þveröfugt, réðum þessa sömu menn til að stjórna bönkunum áfram og réðum svo flokksgæðinga í allar skilanefndir á sjálftökulaunum.  Vitleysan tekur engan enda. 

  Í viðtalinu kom fram að víða hafa reynst brotalamir í kerfinu og það er alltaf að koma betur og betur í ljós að viðvörunarorð ýmissa fyrir hrun komust greinilega ekki að þar sem menn voru gjörsamlega hættir að heyra.

  Langstærsti vandinn var fólginn í þöggun fjölmiðla, sem gjörsamlega brugðust í aðdragandanum.  Ástæða þess hefur oft verið nefnd samþjöppun eignarhalds fjölmiðla, einmitt það sem fjölmiðlalögin áttu að koma í veg fyrir.

  Og hver og hverjir komu í veg fyrir að þau lög komust í gegn ?  Já, einmitt, og þeir sitja enn og eru enn að.

  Þetta er ekki gæfulegt fyrir þessa blessaða þjóð.

http://blogg.visir.is/blommi/files/2008/10/david-oddson.jpg  Davíð tekur miðið.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð þú ert frábær!!!!!!!!!

Anna (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Örn Arnarson

Davíð var, eins og venjulega, duglegastur við að beina sjónum okkar frá sjálfum sér.  Ég tek þessu viðtali með miklum fyrirvara, því öll munum við að hann átti sjálfur mikinn þátt í því að koma bönkunum í hendurnar á glæpamönnunum.  Hann treystir hins vegar á að allir hafi gleymt því.  Hann fór fram með dylgjur í hvert sinn sem Sigmar snerti á viðkvæmum málum og komst þannig undan því að svara því sem við viljum öll fá svör við.

Hrokinn yfirgengilegur og það dregur úr trúverðugleika hans nú sem endranær.

Örn Arnarson, 25.2.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband