Hreinasta konfekt - Árbók FÍ - Vestmannaeyjar.

  Fyrir ekki löngu síđan keypti ég árbók Ferđafélags Íslands 2009, sem ađ ţessu sinni er helguđ Vestmannaeyjum.

  Eftir ađ hafa lesiđ mig í gegnum ţessa mjög svo fróđlegu bók, tel ég ađ hún sé nauđsynlegt rit á öllum Eyjaheimilum, ţar sem hér er slík perla á ferđinni.  Bókina skrifar Guđjón Ármann Eyjólfsson, en kafla um jarđsögu eyjanna skrifa Ingvar A. Sigurđsson og Sveinn P. Jakobsson og kafla um fuglalíf ritar Jóhann Óli Hilmarsson.  Auk ţeirra greinir höfundur frá fjölmörgum öđrum sem lögđu hönd á plóg og lásu yfir einstaka kafla.

  Bókin er um margt mjög ólík fyrri árbók FÍ um Vestmannaeyjar, sem kom út 1948, ţar sem hér er lögđ mest áhersla á úteyjarnar og stađháttum viđ eyjarnar allar lýst afar vel.  Í bókinni er sérstakur kafli um hverja útey ásamt korti og er hverri eyju lýst af stađkunnum manni.  Ţetta voru kaflar um Elliđaey, Bjarnarey, Suđurey, Brand, Álsey, smáeyjar, Hellisey, Geldung, Súlnasker, Geirfuglasker og Surtsey, alls tćplega 100 bls.  Hafđi ég mjög gaman af ađ lesa ţessa kafla.
  Hér og ţar voru sérstakir fróđleiksţćttir fléttađir inn frásagnir og gefur ţađ bókinni aukiđ gildi, ţetta voru ţćttir um  Gaujulund, kynjaskepnu á Brimurđarloftum, ćvintýralandiđ Stórhöfđa, Tíkartóardrauginn, Fiska- og náttúrugripasafniđ, olnbogadrauginn, Fiskhellana, Sćngurkonustein, Kafteinn Kohl og Herfylkinguna, Ţjóđhátíđ fyrir einni öld, Sprangan, frásögn frá upphafi jarđeldanna, lýsing á veiđi í Elliđaey, frásögn frá atburđi viđ Hćnu og í Kafhelli, Svaltrossi í Hellisey, sig í stórhellana 1913, frásögn ţýsks fuglaskođara frá 1925, vegur lagđur í Geldung 1897, bćn Skergöngumanna, skipting veiđi í Súlnaskeri, búningur fýlamanns, landtaka í Surtsey 19. febrúar 1964 og ögurstund viđ Syrtling.
  Mér taldist svo til ađ í bókinni vćru heildarfjöldi korta  16., auk ţverskurđarmynda (bls. 24) og  ţrívíddarmynda (bls. 25) og eru ţá ótaldar loftmyndir og kort yfir búsvćđi fugla.

  Allt leggst á eitt viđ ađ bókin er hreinasta konfekt :

  1) Margar stórkostlegar myndir.
  2) Frábćr kort, sérstaklega af úteyjunum, en einnig kort af hafsbotninum auk jarđfrćđikorta og
      gamalla korta.
  3) Lifandi og léttur frásagnarstíll.
  4) Mikill fróđleikur á fáum síđum.
  5) Sögulegum ţáttum er gerđ góđ skil, en ţó ekki í löngu máli , sem er vandaverk ţar sem um
      margt hefur áđur veriđ mikiđ ritađ, svo sem Surtseyjar- og Heimaeyjargosin.

  Ef ţađ er eitthvađ sem unnt er ađ finna ađ ţá fćr mađur ţađ stundum á tilfinninguna viđ lesturinn ađ ţađ sé eins og sumt hafi veriđ skrifađ fyrir ćđi löngu síđan og nefni ég ţá bara eitt atriđi hér í dćmaskyni.  Ţegar ţjóđhátíđ er lýst ţá eru nefndar götur heimamanna og nefndar til nöfn eins og Ástabraut, Veltusund, Flugbraut, Kaldabraut o.s.frv., en sá sem ţetta ritar hefur veriđ á síđustu 12 hátíđum og kannast ađeins viđ fyrstu 2 nöfnin.
  Einnig má auđvitađ finna ađ ýmsu sem vantar í bókina, svo sem um veđurofsann og veđurstöđina á Stórhöfđa, en ţađ verđur ţó ađ taka međ í reikninginn ađ svona bók getur aldrei orđiđ tćmandi, ţá vćri annađ og ţriđja bindiđ fljótt ađ fyllast.

  Ég verđ ađ gefa bókinni 5 stjörnur (í flokki frćđibóka), en ég er auđvitađ ekki hlutlaus.

http://www.fi.is/files/Arbok09_kapa2-vef-150_834455199.jpg Margar stórkostlegar myndir eru í bókinni.

Stjörnur: *****

5 * : Stórkostlegt - Verđur ekki betra.
4 * : Frábćr bók - alls ekki missa af henni.
3 * : Góđ bók / athyglisverđ - Tímans virđi.
2 * : Allt í lagi - ágćtis afţreying ef annađ er ekki á dagskrá.
1 * : Slöpp bók - Leiddist lesturinn.
0 * : Eitt ţađ versta sem ég hef lesiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband