12 stykki Eyjagöng

  Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna var 163,7 milljarðar á síðasta ári.  Í mínum huga eru það næstum 12 göng til Eyja ef miðað er við lægstu útreikninga, en kannski 4-5 göng ef miðað er við útreikninga í dýrari kantinum.  Þetta er ótrúlegir peningar.  Svo eru menn að klóra sér í hausnum um hvort tvöfalda eigi Suðurlandsveg, þar sem banaslys verða því miður alltaf oft.  Þetta er fáránlegt.

  Þessa peninga á þó ríkið ekki, heldur bankarnir, en eitthvað ætti þó að koma inn í skatttekjur.  Samgöngumálin eru á rollugötustiginu, og skýrasta dæmið er það þegar ríkasta þjóð í heimi þarf að horfa upp á slysaöldu á vegi sem ætti að vera búið að tvöfalda fyrir áratug.  Nei, þá er gerður 2+1 vegur þess í stað.  Hvað ætli sé langt þangað til hann verður rifinn upp ?


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þessu hjá þér og í raun skömm að því vegakerfi sem við höfum á landsbyggðinni, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1 oþh.

Og varðandi bankanna. Gott að þeir eru að græða en helv.. dapurt að sjá svo þessa annars ágætu menn koma fram og segja að þetta sé allt hagnaður af starfssemi í útlöndum!! Ekki dreg ég það svo sem í efa að stór hluti hans kemru þaðan en hafa ber í huga að þegar þessir sömu menn fóru út í hinn stóra heim þá voru þeir með í vasanum sparifé okkar og það er það fé sem er grunnurinn að þessum mikkla gróða.

GG (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband