Halastjarna í næstu viku.

   Halastjarnan PanStarrs mun fara hjá sólu næsta sunnudag og verður spennandi að sjá hversu björt hún verður þegar hún skreytir sig á himni fyrir okkur hér.

   Síðastliðinn þriðjudag fór hún næst jörðu á ferð sinni til sólar og var þá í 160 milljón kílómetra fjarlægð eða svipaðri fjarlægð og við erum frá sólu.   Samkvæmt ráðleggingum frá vinum okkar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness þá ætti að vera best að sjá halastjörnuna frá næsta þriðjudegi og viku þar á eftir.

    Þeir sem áhuga hafa að reyna að berja Halastjörnuna augum verða að hafa gott útsýn til vesturs og rétt um sólarlag (um og upp úr kl. hálf átta) þá birtist hún lágt á vesturhimni.  Hún verður líklega ekki mjög björt, en sést líklega með berum augum og halinn ætti að sjást vel með handsjónauka.

Looking west at dusk on the night of March 12th for North American viewers. Svona gæti himinninn litið út miðvikudagskvöldið 13 mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband