Af 35 efstu eru 4 utan af landi !

  Ef teknir eru 35 efstu í kjörinu þá versnar enn staða landsbyggðarinnar, því einungis fjórir af efstu 35 í kjörinu til stjórnlagaþings koma utan af landi.

  Nokkrir hafa haldið því fram að stjórnlagaþingsfulltrúarnir endurspegli vel þjóðina, en ég held reyndar að slíkar fullyrðingar muni ekki heyrast þegar menn ná áttum, því allir sjá að svo er ekki, í fyrsta lagi vegna hallans sem er á landsbyggðarfólkið og í öðru lagi vegna þess að hvelftin af þingfulltrúum eru fræðingar og fjölmiðlafólk, en ég fullyrði að það fólk gefur ekki góða spegilmynd af þjóðinni.  Ég vildi gjarnan heyra í þeim lesendum þessa bloggs sem eru á öndverðri skoðun, því það væri virkilega gaman að heyra rökin fyrir því að þetta sé spegilmynd af þjóðinni.

 


mbl.is Íris Lind var næst inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að landsbyggðin geti sjálfri sér um kennt. Þessar tölur eru ekkert skrítnar þegar þú skoðar kjörsóknina á landsbyggðinni. Ég sem dreifari af guðs náð ætla ekki að vera spangóla eitthvað bull um að þetta sé ónýtt þing af því bara 4 eru af landsbyggðinni. Ég ætla mér bara að styðja við bakið á þessu þingi og hvet alla til að gera það sama.

Sölvi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 11:04

2 identicon

A) Einhverra hluta vegna var ekki mjög mikið um frambærilega frambjóðendur af landsbyggðinni í framboði, þýðir lítið að vera að væla yfir því við höfuðborgarbúa, það er augljóslega ekki á okkar valdi að gera neitt við því.

 B) Hvaðan í ósköpunum kemur þessi hugmynd að öllu máli skipti að höfundar stjórnarskrárinnar sé einhver sérstök spegilmynd þjóðarinnar? Hversu margir alþingismenn eru ekki með háskólamenntun? Á það að hafa unnið við færiband allt sitt líf að gera mann eitthvað sérstaklega hæfan í þetta verk? 

Grímur (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 11:56

3 identicon

Ég bý úti á landi og skil alls ekki þessa umræðu um að landsbyggðin hafi farið halloka í þessum kosnigum.  Til að byrja með voru mikið fleiri frambjóðendur af höfuðborgarsvæðinu og í öðrulagi býr mikið meiri hluti þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, afhverju kemur þetta því svona á óvart?  Í svona kosnigum þar sem landið er allt eitt kjördæmi þá gefur það augaleið að flestir kjósa þá sem þeir þekkja eða kannast við, sem sagt fólk í nágrenni við sig.

Sigurveig (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 12:18

4 identicon

Hef sagt þetta áður og segi það enn, þeir sem mættu ekki á kjörstað afsöluðu sér rétti til að hafa skoðun á útkomunni. Ég bý úti á landi og því miður var kjörsókn enn lélegri þar, en á höfuðborgarsvæðinu og var hún nú ekkert til að hrópa húrra fyrir samt. Sorglegt hvað fólk hefur lítinn áhuga á grunnlögum samfélagsins.

Dagný (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 14:44

5 identicon

Leiðrétting, rangt orð, auðvitað hefur fólk rétt á að hafa skoðun á hverju sem er. Þeir sem kusu ekki, hafa afsalað sér rétti til að KVARTA undan útkomunni.

Dagný (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband