Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Ljósmengun
Í gær fór ég austur fyrir fjall í sumarhús í Reykholti, Biskupstungum, sem er reyndar ekki í frásögur færandi, en þarna gafst mér tækifæri á að virða svolítið fyrir mér stjörnuhimininn, enda heiðskírt og stjörnubjart. Það er alltaf gaman á svona kvöldum.
Af þessu tilefni verður mér hugsað til þess að nú eru að alast upp kynslóðir sem upplifa þetta afar sjaldan, því í borgarljósunum sjást ekki nema allra björtustu stjörnurnar og varla það. Stjörnuskoðun er að verða forréttindi í "upplýstum" borgum nútímans.
Það er alltof mikið um það að verið er að lýsa upp að óþörfu. Hver setti t.d. upp skjannabjarta ljósið hægra megin við þjóðveg 1 við afleggjarann upp í Bláfjöll? Það er gott dæmi um óþarfa ljósmengun. Það virðist ekki þurfa nein leyfi til þessarar mengunar !
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Karl Gauti
Ég er þér hjartanlega sammála.
Hér er smá greinarstúfur um ljósmengun sem ég tók eitt sinn saman: http://www.agust.net/ljosmengun
Bestu kveðjur
Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 7.2.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.