Föstudagur, 15. febrúar 2013
Loftsteinninn fer hjá í kvöld !
Það er komið að því að Loftsteinninn 2012DA14 fer rétt framhjá jörðu síðdegis í dag. Það er alltaf einhverjar líkur á því að fylgigrjót gæti fylgt steininum og birst okkur sem glæsilegir eldhnettir á himni, eins og gerðist í Rússlandi í morgun, sjá: http://english.ruvr.ru/2013_02_15/Meteorite-fell-into-Chebarkul-lake-Russian-governor/.
Loftssteinninn er á stærð við hálfan fótboltavöll eða 20 hæða hús og er svokallað NEA smástirni, sem útleggst á ensku sem near-earth asteroid til aðgreiningar frá smástirnum sem fara og eru á ferð fjær jörðu. Þetta smástirni er u.þ.b. 45 metrar í þvermál og 130 þús. tonn á þyngd. Það var uppgötvað 23. febrúar 2012 nokkrum dögum eftir að það sveif framhjá jörðinni í 2,6 millj. km fjarlægð.
Útreikningar sýna að í dag kl. 19:25 mun það svífa framhjá jörðu í 34.100 km fjarlægð sem er minnsta fjarlægð sem vitað er um að svona stórt smástirni hafi komið nálægt jörðu. Hér á íslandi er það á himni síðdegis, e.t.v. eftir kl. 18, en fer svo í hvarf fyrir jörðu í austri. Ekki er gert ráð fyrir að það sjáist á himni, nema í sterkum sjónaukum. Mörg gervitungl eru fjær jörðu en þetta og Tunglið sjálft er venjulega í um 400.000 km fjarlægð. Svona stór smástirni eru á sífellu sveimi í grennd við jörðina og á svona atburður sér stað á nokkurra áratuga fresti, en slík smástirni skella afar sjaldan á jörðunni, áætlað er að það gerist einu sinni á hverjum 1000 árum. Árekstur 50 metra smástirnis hefur ekki í för með sér neina útrýmingu, nema fyrir það svæði sem það lendir á (dæmi Barringer gígurinn í Arizona), en árið 1908 er talið að slíkt smástirni hafi sprungið yfir Síberíu (Tunguska) og eyðilagt hundruð ferkílómetra af skógi.
![]() |
2012 DA14 nálgast jörðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Merkilegt hvað stjönufræðingar geta reiknað feril slíkra loftsteina út með mikilli nákvæmni. Bestu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2013 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.