Rosabaugur um tungl.

  Ţessi mynd er tekin 24. janúar s.l. hér í Eyjum af Óskari Elías Sigurđssyni og sýnir rosabaug um tungliđ. Ljósmyndarinn sendi mér linkinn inn á ljósmyndasíđu sína og ţar voru sannarlega margar   (http://www.flickr.com/photos/oskaree/8411725389/in/ph/otostream/lightbox/  afar góđar myndir (ótrúlegt hversu margir snjallir ljósmyndarar eru ţessa dagana).  Rosabaugur sést miklu oftar í kringum sólu, einfaldlega ţar sem hún er svo miklu sterkari. Baugurinn myndast viđ ljósbrot í ískristöllum í háskýjum

  Stundum sjást ljósblettir (aukasólir) (úlfar, e. parhelia, sun dogs) sitt hvoru megin viđ sólina. Blettirnir eru 22-24° frá sólinni.  Sá blettur sem er vestan viđ sólina nefnist gíll, en sá austan megin úlfur. Ef gíll og úlfur sjást samtímis er sólin sögđ í úlfakreppu.  Stundum sést ađeins einn blettur.

  Munnmćli um veđur segja ađ ekki sé gíll fyrir góđu nema úlfur á eftir renni (og í fullu vestri sé).  Um aukasólir er ţetta í Snorra-Eddu : Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nćr svá sem hún sé hrćdd, ok eigi myndi hon ţá meir hvata göngunni, at hon hrćddist bana sinn."  Ţá svarar Hárr: "Eigi er ţat undarligt, at hon fari ákafliga. Nćr gengr sá, er hana sćkir, ok engan útveg á hon nema renna undan."  Ţá mćlti Gangleri: "Hverr er sá, er henni gerir ţann ómaka" Hárr segir: "Ţat eru tveir úlfar, ok heitir sá, er eftir henni ferr, Skoll [Sköll]. Hann hrćđist hon, ok hann mun taka hana. En sá heitir Hati Hróđvitnisson, er fyrir henni hleypr, ok vill hann taka tunglit, ok svá mun verđa."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband