Fimmtudagur, 8. mars 2007
Bekkjarfélagarnir
Í vetur hef ég verið í stjórnunarnámi Lögregluskólans og Endurmenntunar Háskóla Íslands. Námið fer fram í viku lotum og verkefnaskilum þess á milli. Í hópnum okkar eru 28 karlar, flestir lögreglumenn sem koma víða að af landinu. Þetta hefur verið afar gaman og við höfum fengið frábæra kennara, sem flestir ef ekki allir eru í fyrsta flokki.
Bekkjarfélagarnir eru skondnir náungar, eins og gefur að skilja, en smá saman hefur mér hreinlega farið að líka ágætlega við þá. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja mikið frá þeim, því ég veit þeir munu örugglega lesa þetta og munu ná sér niður á mér í skólanum ef ég segi frá öllu því sem ég hef séð til þeirra þarna - Svo ég læt það bíða betri tíma.
Yfirkennarinn hefur verið að spá í að halda foreldrafund ef menn hætta ekki að sóða allt út með neftóbaki, skvaldra í tímum og koma of seint úr morgunkaffinu. Ég veit ekki hvort hann áttar sig á því að foreldrar flestra eru komnir af léttasta skeiði og ættu í stökustu erfiðleikum með að komast í viðtal heilsu sinnar vegna. En ég segi fleiri sögur úr skólanum síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
HaHa! maður á líka að hvílast vel og fara snemma í ból þegar maður er í námi!
Hjördis (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 00:07
Það væri gasalega smart að halda foreldrafundi með fjarfundarbúnaði fyrst foreldrarnir komast ekki af bæ ... mjög módern!
Rúnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:42
Það þarf bara að fara að troða tappa í nasirnar á yfirlögregluþjóninum, er það ekki ?
Steingrímsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.