Ian er stórkostlegur

  Það er gaman að Jethro Tull og Ian Anderson skulu vera að koma í september í haust og nú ætla ég mér ekki að missa af hljómsveitinni eins og 1992, þegar hún kom síðast.

  Ian er stórkostlegur tónlistarmaður og bestur á þverflautuna. Hér eru nokkrar myndir af kappanum:

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert greinilega með einstaklega góðan tónlistarsmekk!!! Ég sá Jethro Tull á Akranesi 1992 og það var dásamleg upplifun, enda uppáhaldshljómsveitin mín í áratugi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 21:42

2 identicon

Ég hef aldrei séð hvorki Jethro Tull eða Ian Anderson.
Hvenær sjáumst við aftur í Köben?
Fjarlægðin gerir fjöllin blá...

Omar Frits Eriksson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:38

3 identicon

Ég er alveg sammála þér að Jethro Tull og/eða Ian Anderson eru frábærir. En hvenær koma þeir??? Hef ekkert heyrt um það.

Annars er erfitt að velja hvað manni langar að sjá það er orðið svo margt í boði á Fróni. Sá t.d. Stranglers um daginn þeir voru mjög góðir. Deep Purple koma í vor ásamt einhverri einni eftirlegukind úr Uriah Heep, það gæti nú verið gaman að sjá þá.

Ingibjörg Þ. Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Já, Guðríður ég er með einstaklega góðan tónlistarsmekk.

Frits, minn góði vinur, I'll be back.  Verð í sambandi.

Jethro kemur í september n.k.

Karl Gauti Hjaltason, 22.3.2007 kl. 21:01

5 identicon

Við strákarnir hlustuðum mikið á jethero tull á sokkabandsárunum og þóttum þeir bara flottastir.Þeirra bestu verk, eru í dag orðin klassisk og hafa staðist tímans tönn.Ian Anderson er frábær lagahöfundur og tónskáld.Fór sjálfur með öllum vinahópnum í úrhellisrigningu uppá Akranes og sá þá þar.Sem var  upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af.Mætum örugglega aftur núna allir saman.

Einar Hjaltason (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:01

6 identicon

Sammála,var gjörsamlega forfallinn aðdáandi Jethro Tull sem unglingur og átti nánast allt sem JT og Ian Anderson gáfu út,tónlistarsmekkurinn hefur reyndar þyngst allverulega með árunum og ég nenni sjaldan að spila Tull lengur,nú á Killing Joke allann minn hug og hefur lengi,öfugt við flestar hljómsveitir gera þeir ekkert nema að þyngjast og verða reiðari með hveri nýrri plötu...sem mér finnst mjög gott mál,Jethro Tull hefur því miður fátt merkilegt gert á seinni árum,en ekki geta allir verið reiðir fram á gamals aldur...og mönnum og hljómsveitum fer það líka misvel.

Georg P. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband