Mánudagur, 3. september 2007
Pysjutíminn kominn á fullan skrið
Þrátt fyrir slæmar spár um lélegt árferði Lundans, þá virðist ekki hörgull á pysjum í bænum þessa dagana. Skyndilega um síðustu helgi byrjuðu þær innrás sína í bæinn og nú á hverju kvöldi eru krakkar um allar götur að elta þessi skinn.
Maður fréttir af því að sjórinn sé fullur af sandsíli þannig að miðað við fréttir frá því fyrr í sumar virðist nú nægt æti fyrir Lundann.
Pysjurnar eru vel haldnar, flestar 240-270 grömm og metið hjá fjölskyldunni er hvorki meira né minna en 352 grömm. Sú pysja ólst líklega upp í Klifinu eða í Heimakletti, því hún fannst í kvöld úti á Eiði. Síðustu pysju kvöldsins var bjargað þegar við vorum á heimleið, þar sem hún var á harðaspretti á Helgafellsbrautinni undan ketti sem hljóp á eftir henni. Það er sannarlega góðir tímar hjá köttunum í Eyjum þessa dagana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.