3ju umferd lokid hér i Tjele.

  Loksins ad madur nennir ad blogga hér í ferdinni.  Tid erud örugglega ordin leid ad líta inn á bloggid.  En sannleikurinn er sá ad prógrammid er svo stíft ad tad vinnst enginn tími til neins.

  Í gćr sat ég einn rólegasta fund sem ég hef nokkru sinni setid, í 2 og 1/2 tíma stód fundur Nordurlandanna i skólaskák og menn töludu svona eins og í bíómynd sem er sýnd hćgt.  Ég var alveg ad missa tolinmćdina, en af tillitssemi vid Palla formann sat ég á strák mínum og horfdi á ordin hanga í loftinu.  Tad sem fram kom á fundinum var annars áhugavert.  Fćreyjingar eru ad gera góda hluti i skákinni og tar er öflug unglingaskák og teim tótti gaman ad heyra hvad vid erum ad gera i Vestmannaeyjum og höfdu sérstakan áhuga á Maraton skákinni um nćstu helgi.  Danir missa unglingana úr skákinni um 14 ára aldurinn og daninn sagdi ad unga fólkid vćri mjög ótolinmótt og tad sendir sms milli sín í gríd og erg.  Og ef kćrastan svarar ekki sms-inu innan 2ja mínútna hlýtur hún ad vera byrjud med ödrum eda tá ad hún hafi framid sjálfsmord ...

  Íslendingarnir voru med 50% vinningshlutfall bćdi i 1 og 2 umferd, en nú í 3ju umferd fengu teir 4 vinninga af 10, svo hlutfallid er komid nidur fyrir 50%.  En tad verdur bćtt úr tví í kvôld.  Kristófer tapadi fyrir Svía í fyrstu umferd, en sigradi finnska stúlku í annarri umferd og ádan tapadi hann fyrir hinum finnanum, en í endatafli hafdi hann biskup á móti riddara og jafnmôrg ped, en riddarinn reyndist sterkari og tap stadreynd.

  Tad var gaman í gćr tegar Gudmundur Kjartansson sigradi fćreyjinginn sterka Helga Dam Ziska, stigahćsta manninn og vonandi verdur Gummi i gódum gír áfram.

  Á eftir förum vid í ferd á ferskvatnsfiskasafn svo tetta verdur strembinn dagur.  Strákarnir, (já, frá Íslandi koma 10 strákar en engin stúlka) sofna daudtreyttir á kvôldin og tad tarf ekkert ad sussa neitt á tá, enda taka tvćr umferdir á dag sinn toll af orku teirra, skyldi madur ćtla !

  Jćja, ćtli eg reyni ekki ad blogga oftar.  En ef tid setjid ekki athugasemdir fć eg a tilfinninguna ad engin se ad lesa tetta og hćtti audvitad.

 Hér er stadurinn.  Vid gistum í rauda húsinu lengst til hćgri a midri mynd (heimavist nemenda), en keppnin fer fram i skólanum sjálfum, (nedst á myndinni) en í skólanum er sérstök skáklína fyrir nemendur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman ađ heyra frá ykkur. Gangi ykkur vel.

kveđja Jóhannes Stefán.

Jóhannes Stefán (IP-tala skráđ) 15.2.2008 kl. 20:49

2 identicon

sendi baráttukveđjur.

vonandi heldurđu áfram ađ blogga víst ţú ert komin međ allavega eina athugasemd:)

kv stefan

Stefán Arnalds (IP-tala skráđ) 16.2.2008 kl. 07:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband