Hversu lengi eigum við að vaða sorpreykinn ?

  Flestir íbúar Vestmannaeyja hafa tekið eftir reyknum frá Sorpu.  Í austlægum áttum ber þennan reyk yfir bæinn okkar.  Stundum slær honum niður í hverfin hér og á mánudaginn bókstaflega fyllti reykurinn miðbæinn svo fólk hélt fyrir vit sér og erum við þó öllu vanir frá loðnubræðslunni.  Þetta er að mínu viti ekki bara sjónmengun, heldur miklu meira.
  Það hefur oft verið um það rætt að þetta þyrfti að laga.  Setja síur eða eitthvað í reykháfana.  Mörg ár eru síðan ég heyrði fyrst um það.
  Afar fáir virðast þó kvarta yfir þessu.  Kannski fólk er orðið dofið af því að anda þessu að sér ?
  Þess vegna spyr ég : Er einhver von um að eitthvað verði gert í þessu og þá hvenær ?
 Hún er falleg byggðin okkar á sólríkum degi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

góð hugmynd. Ekki vitlaust að kanna þetta. Viðurkenni að eins og slappur lýðræðisþegn þá hefur þetta bara vanist hjá mér. Ég styð þetta

Tryggvi

Tryggvi Hjaltason, 29.4.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband