Hungrað barn í sælgætisbúð.

  Dag eftir dag eru haldnir fjölmennir borgarafundir í Reykjavík og getur það ekki verið nema til góðs eins.  Athyglisvert verður að fylgjast með því hvað kemur út úr þessari ólgu.  Ef allt verður óbreytt væri það sorgleg niðurstaða fyrir íslenskt samfélag.
  Vonandi er þetta byrjunin á að hinni miklu spillingu sem gegnsýrt hefur íslenska kerfið um árabil verði úthýst.
  Fremstir í flokki fóru útrásarvíkingarnir svokölluðu sem margir voru kornungir nýútskrifaðir bankastrákar sem lærðu klíkuskapinn af vinum sínum úr hópi brautryðjenda hinnar nýju stéttar auðmanna.  Allir voru þeir studdir dágóðum fordæmum um framgöngu gamalla forvera sinna, sem margir hverjir námu fræðin í sjálfum Háskóla stjórnmálaskóla Íslands.  Gengu þessar nýju "hetjur" þó miklu harðar fram í að auðgast á hrottalega ófyrirleitinn og skjótan máta og hirtu ekki um neinar afleiðingar, tilgangurinn var að fylla eigin vasa, svona svipað og hungrað barn í sælgætisbúð.
  Öllum þessum mönnum fylgdi herskari fyrirmanna og stjórnmálamanna allt upp þá allra æðstu, sem skáluðu og húrruðu svo undir tók í fjöllunum.  Sumir þeirra jafnvel læddust til að krækja sér í mola sem skroppið hafði af allsnægtarborðinu.
  Engin þurfti að hafa áhyggjur af því að upp um klíkuna kæmist, því fjölmiðlarnir voru á launum hjá þeim líka.
  Reyndar er mjög furðulegt að við höfum skorað svo hátt í erlendum könnunum um litla spillingu.  Þær kannanir hafa líklega ekki mælt öfluga klíkuvæðingu íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs eða frændsemistengsl sem viðgangast um allt kerfið.  Þessi birtingarmynd spillingar hefur ágerst undanfarin ár hér á landi og má sjá klúr dæmi þess að þeir sem eru í innsta hring hafa varla haft samskipti við aðra en klíkuna og eru hreinlega forviða ef önnur skoðun "en hin eina rétta" berst í þeirra eintóna eyru.
  Hver er árangur þessara funda ?  Fundarmenn voru a.m.k. ekki kallaður skríll.

mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband