Sunnudagur, 14. desember 2008
Sitjum uppi með hann !
Herjólfur hefur ítrekað verið að bila síðustu mánuðina og spurning hversu lengi hann dugir án róttækra endurbóta.
Herjólfur í veltu.
Svo virðist sem við munum sitja uppi með blessað skipið enn um sinn, því nú er skollinn á kreppa vegna veisluhalda nokkurra bankapeyja sem tókst að leggja þjóðarskútuna á hliðina undir lófataki og húrrahrópum þeirra sem stjórna þessu landi.
Herjólfur kom til þjónustu 1992, en þá hafði hinn fyrri siglt frá 1977 eða í 15 ár og þótti hafa dugað vel. Nú er þessi búinn að ganga í 16 ár, en þá er ekki öll sagan sögð því hann er á ferðinni næstum 15 tíma á dag. Notkunartími þessa skips er því miklu meiri en fyrra skips.
En ég hef bent á það áður að nægjusemi Eyjamanna er einstök, en hvort hún er til eftirbreytni veit ég hreinlega ekki, því svo virðist sem það sé ekki leiðin til þess að fá réttláta úrlausn í samgöngumálum. Það hafa Eyjamenn fengið sannarlega að reyna undanfarin ár.
Vél Herjólfs bilaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara ekki fólki bjóðandi ég var um borð í þessari ferð og að hanga þarna í vélarvana skipinu er skelfileg upplifun manni líður ekki vel. Það ætti að bjóða þessum herrum á Alþingi að keyra um á 92 módelinu af Hyundai sem búið er að aka 1 milljón kílómetra og sjá hvort þeir væru ánægðir með það. Það er hreinlega spurning hvort maður fari ekki að flytja frá Eyjum svo maður þurfi ekki að leggja fjölskylduna í lífshættu við að komast til læknis í Reykjavík.
Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:59
Fór oft með þeim gamla sem einn af fararstjórum yngri Blika á hrikalega skemmtileg fótboltamót. Sannarlega hefði mér orðið illt við ef svona lagað hefði hent okkur í einhverri ferðinni,sérstaklega þegar vont var í sjóinn og drengirnir lágu sjóveikir út um allt skip. Fór með þessum "nýja" í desember í fyrra,þá til að fylgja mági mínum til grafar,það var einstök blíða og skipið haggaðist ekki,en vélarvana?guð hefði haft með mér kút og kork hefði mig grunað að slíkt gæti gerst. Gætu ekki útrásargæjarnir skaffað okkur skútuna sína "Víking".
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2008 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.