Sést utan úr geimnum !

  Það er svo merkilegt nú eftir bankahrunið, að vanhæfi margra stjórnmálamanna, þjóðarleiðtoga, bankafursta og vina þeirra er svo augljóst að það sést utan úr geimnum.

  Furðulegra er þó, að þetta virðist klíkunni, sem næst þeim stendur, algjörlega hulið og morgunljóst af framgöngu þessara einstaklinga, að þau trúa því í fyllstu einlægni að þau muni komast til hæstu metorða innan síns hóps.

  Það getur ekki verið neinu um að kenna nema því að þau standa í þéttum og stórum hópi jábræðra og -systra, sem hvísla í eyru þeirra að það sé bara allt í himnalagi.

  Þetta er vitaskuld bara sorglegt miðað við atburði síðustu vikna og er til vitnis um þá þöggun, sem viðvarandi var hér í aðdraganda hrunsins.

  Margir í framsóknarflokknum virðast alltént hafa áttað sig á því að gera  varð róttækar breytingar, enda lá þar reyndar líf flokksins við, hvorki meira né minna, en stóra spurningin er hvað gerist í hinum flokkunum, þá sérstaklega þeim stærstu.

  Þöggunin á vissulega við um Sjálfstæðisflokkinn og  þar virðist hún enn lifa gróskumiklu lífi.  Það er einkennilegt að enginn skyldi ljóstra upp við þetta fólk að hann/hún hafa sungið sitt síðasta í stjórnmálum, a.m.k. um sinn.

  Ég held það sé lífsnauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að opna nú augun  og horfa rækilega í kringum sig og sjá að veröldin í íslenskum stjórnmálum er ekki sú sem hún var fyrir 6 mánuðum.

http://johnfenzel.typepad.com/john_fenzels_blog/images/2007/03/14/the3monkeys.jpg Þessir eru góðir félagar.


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn á ég erfitt með að sjá að þetta lið geti nokkurn tíma orðið hluti af þjóðinni aftur og farið ferða sinna eðlilega hér heima.

Siðleysið er algert, siðblindan krónísk og ólæknandi og það er ekki nóg að þau fyrirgefi sér sjálf, fyrirgefning fæst ekki keypt með fögrum orðum og lygavef.

HA

Hanna Arnorsdottir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er að mestu sammála því að svona séu nú hlutirnir í laginu:

Árni Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband