Eva Joly sagði það allt !

  Ég var að horfa á Evu Joly  (rannsóknardómara) í endursýningu Silfursins áðan og í stuttu máli sagði hún þetta allt saman.

  Það ætti í raun að endursýna þáttinn daglega næstu vikuna svo fólk skilji við hvað er að eiga þegar verið er að ræða að ná lögum yfir sökudólga íslenska bankahrunsins og láta þá svara til saka.  Hún lýsti  nákvæmlega þeim veruleika sem blasir við.

  Hún ræddi um þá gífurlegu vinnu sem bíður rannsóknaraðila - og þar mega ekki verða nein vettlingatök og mannskap má ekki skera við nögl.  Þjóðin verður að fá réttlæti og sannleikann upp á borðið eins fljótt og unnt er.

  Baugsmálið er sá vegvísir sem verður að forðast.  Það mál fór nákvæmlega eins og Eva sagði að hætt væri við.  Og hún ræddi um dómara (af mikilli þekkingu).


mbl.is Olígarkar á barmi gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það þarf ekki að rannsaka neitt -

dósaberjararnir upplýstu þetta allt - í USA - Evrópu og hér og örugglega líka í Rússlandi þegar allt springur þar sem og í vestur Evrópu allri -

allt Sjálfstæðisflokknum að kenna -

líka Móðuharðindin og Svarti dauði -

þannig er umræðan búin að vera og ekki lýgur almannarómur með hörð torfason í broddi fylkingar.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband