Þriðjudagur, 19. maí 2009
Tuðruferð í Bakkafjöru.
Við feðgarnir vorum svo heppnir nú í kvöld að fá að fljóta með Viktori rakara og Óskari Pétri ljósmyndara upp í Bakkafjöru til myndatöku.
Varnargarðarnir eru komnir spölkorn út í sjóinn, kannski 50 metra og vinna í fullum gangi. Óskar myndaði búkollurnar sturta mölinni fram af enda varnargarðanna. Ekki var skjól af görðunum, en við fórum ansi nálægt landi og sáum að einmana selur var líka þarna að kanna aðstæður.
Kort af siglingaleiðinni.
Stuttu síðar kom Herjólfur í ljós upp úr sjóndeildarhringnum og voru þeir einnig að sigla að varnargörðunum. Nokkrar myndir voru teknar og síðan haldið heim. Pusaði svolítið yfir okkur á þessum þvælingi við fjöruna.
Við Ystaklett var mikill fjöldi af Skrofum í sjónum og gaman að sjá þær svífa yfir haffletinum, enda Skrofan fluglétt með afbrigðum.
Athugasemdir
gaman að sjá kortið,það ryfjar upp hve það er stutt til fastalandssins.
Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2009 kl. 04:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.