Hvað gerir gjaldþrota þjóð ?

  Ef einhverntíma hefur verið þörf á því að þessi þjóð sparaði svolítið við sig þá er það núna, þegar hún er nánast veðsett upp fyrir haus og snillingar þjóðarinnar einbeita sér að því að slá lán um allar koppagrundir.  Ég efast ekkert um að það kunna þeir, enda hefur það komið í ljós að það var eitt af því sem kom okkur á kaldan klaka.

  Gott og vel, það getur verið nauðsynlegt að bjarga þjóðinni út úr þessari gjaldeyriskreppu með lánum, sem munu sliga okkur á næstu árum ef ekki áratugum.  En hvað gera menn sem eru skuldsettir upp fyrir haus ?  Það hefur þótt góð latína fyrir svoleiðis fólk að draga saman seglin og reyna að rétta úr kútnum sem allra fyrst.  Almenningur neyðist til þess.  En eru ráðamenn byrjaðir á að spara ?  Jú, þeir hafa hætt við nokkrar framkvæmdir, t.d. Vaðlaheiðargöng og smíði á nýrri ferju til Vestmannaeyja (eins og fólkið þar hafi bruðlað mest!)

  Fólkið, sem flest á enga sök á hvernig komið er fyrir þjóðinni er nógu gott til að taka á sig byrðarnar ?  Og er tilbúið til þess, en er þá ekki bara almenn kurteisi að fleiri skelli á sig byrðum ?

  Ég heyri ekki betur en að glerminnisvarðar uppgangstímans haldi áfram að rísa í Reykjavík (t.d. Tónlistarhús).  Og ráðamenn aka áfram um í rándýrum glæsivögnum.  Ekki einn einasti maður hefur staðið upp úr stól sínum vegna þjóðargjaldþrots okkar !  Blóð þjóðarinnar frís undan ægiskilyrðum IMF sem er hvorki spurð né upplýst um þessi skilyrði !  Svo töluðu menn um þjóðaratkvæði við inngönguna í EES !  Hvort er alvarlegra fyrir þjóðina, þetta sem nú hefur gerst eða þá ?  Hvað er í gangi ?  Er þjóðin jafn andlega gjaldþrota og við erum það efnislega ?


mbl.is Þekkt lögmannsstofa vinnur fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband