Orð Davíðs 17/11 2007.

Grein í DV 17. nóvember 2007 :

"Bjargbrúnarkenning seðlabankastjóra slegin af

None

Laugardagur 17. nóvember 2007 kl 14:13

Höfundur: (johannh@dv.is)

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur. Nánar er rætt við Guðmund um þetta í nýju viðtali hér á vefsíðu dv.is.  "

   Hér vantaði ekki hrokann, lítilsvirðinguna og háðið.

  Það má segja að mjög erfitt hefur verið á þessum tíma fyrir ráðandi öfl að nota of sterk orð um stöðu bankanna (ef hún hefur verið talin mjög slæm að þeirra áliti), þar sem slíkar yfirlýsingar hefðu, ef þeim hefði verið trúað kallað á BANKAÁHLAUP.  Svo það má segja að slík gagnrýni hefði getað haft afar slæmar afleiðingar og þá er næsta víst hverjum hefði verið kennt um.  En það breytir þó ekki því að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hefðu átt að bregðast við þessum viðvörunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband