Föstudagur, 8. mars 2013
100 tíma rok í Eyjum.
Þessi hvellur hérna í Vestmannaeyjum er svona rétt rúmlega hálfnaður hérna í Eyjum, enn er bálhvasst og fór upp í 40 metra á Stórhöfða í morgun. Ekki er gert ráð fyrir að þetta gangi niður fyrr en aðfaranótt sunnudags, en ballið hófst aðfaranótt miðvikudags og þá hefur austanrokið staðið yfir í 100 klukkustundir.
Annasamasti dagur frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. mars 2013
Halastjarna í næstu viku.
Halastjarnan PanStarrs mun fara hjá sólu næsta sunnudag og verður spennandi að sjá hversu björt hún verður þegar hún skreytir sig á himni fyrir okkur hér.
Síðastliðinn þriðjudag fór hún næst jörðu á ferð sinni til sólar og var þá í 160 milljón kílómetra fjarlægð eða svipaðri fjarlægð og við erum frá sólu. Samkvæmt ráðleggingum frá vinum okkar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness þá ætti að vera best að sjá halastjörnuna frá næsta þriðjudegi og viku þar á eftir.
Þeir sem áhuga hafa að reyna að berja Halastjörnuna augum verða að hafa gott útsýn til vesturs og rétt um sólarlag (um og upp úr kl. hálf átta) þá birtist hún lágt á vesturhimni. Hún verður líklega ekki mjög björt, en sést líklega með berum augum og halinn ætti að sjást vel með handsjónauka.
Svona gæti himinninn litið út miðvikudagskvöldið 13 mars.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. febrúar 2013
Rosabaugur um tungl.
Þessi mynd er tekin 24. janúar s.l. hér í Eyjum af Óskari Elías Sigurðssyni og sýnir rosabaug um tunglið. Ljósmyndarinn sendi mér linkinn inn á ljósmyndasíðu sína og þar voru sannarlega margar (http://www.flickr.com/photos/oskaree/8411725389/in/ph/otostream/lightbox/ afar góðar myndir (ótrúlegt hversu margir snjallir ljósmyndarar eru þessa dagana). Rosabaugur sést miklu oftar í kringum sólu, einfaldlega þar sem hún er svo miklu sterkari. Baugurinn myndast við ljósbrot í ískristöllum í háskýjum
Stundum sjást ljósblettir (aukasólir) (úlfar, e. parhelia, sun dogs) sitt hvoru megin við sólina. Blettirnir eru 22-24° frá sólinni. Sá blettur sem er vestan við sólina nefnist gíll, en sá austan megin úlfur. Ef gíll og úlfur sjást samtímis er sólin sögð í úlfakreppu. Stundum sést aðeins einn blettur.
Munnmæli um veður segja að ekki sé gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni (og í fullu vestri sé). Um aukasólir er þetta í Snorra-Eddu : Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg á hon nema renna undan." Þá mælti Gangleri: "Hverr er sá, er henni gerir þann ómaka" Hárr segir: "Þat eru tveir úlfar, ok heitir sá, er eftir henni ferr, Skoll [Sköll]. Hann hræðist hon, ok hann mun taka hana. En sá heitir Hati Hróðvitnisson, er fyrir henni hleypr, ok vill hann taka tunglit, ok svá mun verða."
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. febrúar 2013
Loftsteinninn fer hjá í kvöld !
Það er komið að því að Loftsteinninn 2012DA14 fer rétt framhjá jörðu síðdegis í dag. Það er alltaf einhverjar líkur á því að fylgigrjót gæti fylgt steininum og birst okkur sem glæsilegir eldhnettir á himni, eins og gerðist í Rússlandi í morgun, sjá: http://english.ruvr.ru/2013_02_15/Meteorite-fell-into-Chebarkul-lake-Russian-governor/.
Loftssteinninn er á stærð við hálfan fótboltavöll eða 20 hæða hús og er svokallað NEA smástirni, sem útleggst á ensku sem near-earth asteroid til aðgreiningar frá smástirnum sem fara og eru á ferð fjær jörðu. Þetta smástirni er u.þ.b. 45 metrar í þvermál og 130 þús. tonn á þyngd. Það var uppgötvað 23. febrúar 2012 nokkrum dögum eftir að það sveif framhjá jörðinni í 2,6 millj. km fjarlægð.
Útreikningar sýna að í dag kl. 19:25 mun það svífa framhjá jörðu í 34.100 km fjarlægð sem er minnsta fjarlægð sem vitað er um að svona stórt smástirni hafi komið nálægt jörðu. Hér á íslandi er það á himni síðdegis, e.t.v. eftir kl. 18, en fer svo í hvarf fyrir jörðu í austri. Ekki er gert ráð fyrir að það sjáist á himni, nema í sterkum sjónaukum. Mörg gervitungl eru fjær jörðu en þetta og Tunglið sjálft er venjulega í um 400.000 km fjarlægð. Svona stór smástirni eru á sífellu sveimi í grennd við jörðina og á svona atburður sér stað á nokkurra áratuga fresti, en slík smástirni skella afar sjaldan á jörðunni, áætlað er að það gerist einu sinni á hverjum 1000 árum. Árekstur 50 metra smástirnis hefur ekki í för með sér neina útrýmingu, nema fyrir það svæði sem það lendir á (dæmi Barringer gígurinn í Arizona), en árið 1908 er talið að slíkt smástirni hafi sprungið yfir Síberíu (Tunguska) og eyðilagt hundruð ferkílómetra af skógi.
2012 DA14 nálgast jörðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2013
20 hæða hús flýgur framhjá !
Þetta ferlíki er á stærð við hálfan fótboltavöll eða 20 hæða hús. Það hefur verið nefnt 2012 DA og er svokallað NEA smástirni, sem útleggst á ensku sem near-earth asteroid til aðgreiningar frá smástirnum sem fara og eru á ferð fjær jörðu. Þetta smástirni er u.þ.b. 45 metrar í þvermál og 130 þús. tonn á þyngd. Það var uppgötvað 23. febrúar 2012 nokkrum dögum eftir að það sveif framhjá jörðinni í 2,6 millj. km fjarlægð.
Útreikningar sýna að 15. febrúar n.k. mun það svífa framhjá okkur í 34.100 km fjarlægð sem er minnsta fjarlægð sem vitað er um að svona stórt smástirni hafi komið nálægt jörðu. Þess má geta að mörg gervitungl eru fjær jörðu en þetta og Tunglið sjálft er venjulega í um 400.000 km fjarlægð. Svona stór smástirni eru á sífellu sveimi í grennd við jörðina og á svona atburður sér stað á nokkurra áratuga fresti, en slík smástirni skella afar sjaldan á jörðunni, áætlað er að það gerist einu sinni á hverjum 1000 árum. Árekstur 50 metra smástirnis hefur ekki í för með sér neina útrýmingu, nema fyrir það svæði sem það lendir á (dæmi Barringer gígurinn í Arizona), en árið 1908 er talið að slíkt smástirni hafi sprungið yfir Síberíu (Tunguska) og eyðilagt hundruð ferkílómetra af skógi.
Á myndinni hér að neðan sést leið smástirnisins langt innan við braut gervitungla (græni hringurinn) og óravegu fyrir innan braut Tunglsins (ysti hringurinn).
Smástirni fer framhjá jörðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Fyrirlestur um Marsjeppann í dag.
Það er Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem flytur erindið.
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólinni og sú reikistjarna sem líkist jörðinni mest. Þótt yfirborðið sé skraufþurrt í dag ber það víða þess merki að vatn hafi flætt þar um í miklu magni, sem vekur upp þá spurningu hvort reikistjarnan hafi einhvern tímann verið lífvænleg. Til að leita svara við því var Curiosity jeppi NASA sendur til Mars. Curiosity er jarðfræðingur á hjólum, útbúinn fyrsta flokks vísindatækjum sem hann notar til að efnagreina jarðveg, berg og lofthjúp. Jeppinn lenti skammt frá lagskiptu fjalli sem talið er að hafi myndast í vatni, en setlögin þar hljóta að geyma ýmsar upplýsingar um sögu svæðisins.
Í erindinu verður fjallað um jeppann og þær rannsóknir sem hann á að gera á Mars og hefur þegar gert. Fjallað verður um Mars almennt og jarðfræðilegar hliðstæður á Íslandi skoðaðar, og sagt verður frá dularfullu bergi sem jeppinn hefur fundið og finnst líka í Vestmannaeyjum.
Þá mun Sævar einnig fjalla um þær tvær forvitnilegar halastjörnur, sem væntanlegar eru síðar á árinu og gætu orðið tilkomumiklar á himni, sérstaklega sú síðari. Ef veður leyfir fer Sævar með þá sem áhuga hafa í stjörnuskoðun að fyrirlestrinum loknum.Dægurmál | Breytt 31.1.2013 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. desember 2012
Loftsteinadrífa á himni í gær.
Í gærkvöldi hittumst við félagar í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja til að líta eftir loftsteinadrífunni Geminídum sem voru í hámarki þá. Það er óhætt að segja að vel hafi verið mætt og margir entust lengi þó mjög hvasst hafi verið og kalt.
Um 30 félagar og gestir mættu á útsýnispallinn kl. 22 í gærkvöldi og nutu útsýnisins en ágæt skilyrði voru til skoðunar. Allir sáu stjörnuhröp og líklega hef ég séð um 30-40 á þeim 40 mínútum sem ég var þarna og missti þó af fjölmörgum sem aðrir sáu. Við sáum a.m.k. tvö hröp sem voru með "reykhala" og nokkur ansi björt og löng. Langflest stefndu úr geislapunkti Geminítanna við stjörnuna Kastor, en síðan kom eitt sem fór í öfuga átt og mér varð að orði að þarna hafi komið eitt öfugt og menn spurðu mig hvort það hefði stefnt upp á við. Það virtist vera sama í hvaða átt maður horfði, alls staðar sáust hröp, austur, suður, norður og vestur. En sem sagt upplifunin var mjög ánægjuleg og held ég að flestir hafi verið undrandi á hversu öflug drífan var.
Um kl. 23:30 fór ég aftur og hafði þá bætt við farþegum í bílinn og sama sagan endurtók sig, við sáum fullt af flottum hröpum. Þá lögðumst við í grasið og það var mun betra en að standa og glápa upp í loftið með tilheyrandi hálsríg, enda erfitt að standa í rokinu. Þá sér maður líka mun stærra svæði á himni.
Almennt er talað um að þessi loftsteinadrífa standi frá 4 - 17. desember ár hvert svo enn er unnt að ná í skottið á henni. Tungl var nýtt í gærköldi, 13. desember svo það truflar ekki útsýni til stjarna þessi kvöld. Geminídar sjást koma úr stjörnumerkinu Tvíburunum sem er á suðausturhimni fyrir miðnætti á þessum árstíma.
Þessir loftsteinar sýnast koma með stefnu úr stjörnumerkinu Tvíburunum, drífan sýnist koma með stefnu rétt við stjörnuna Kastor. Loftsteinadrífan er leifar frá slóð óvirku halastjörnunnar eða smástirninu 3200 Phaeton.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 3. desember 2012
Spennandi loftsteinadrífa í næstu viku.
Nú eru loftsteinadrífan Geminídar að nálgast. Almennt er talað um að þessi loftsteinadrífa standi frá 4 - 17. desember ár hvert. Þessi loftsteinadrífa er talin vera ein sú allra öruggasta og má gera ráð fyrir að í góðu skyggni sjái flestir einhver stjörnuhröp kvöldin í nálægð við hámark drífunnar. Hámarkið er rétt fyrir miðnætti að kvöldi fimmtudagsins 13. desember kl. 23:30, en rétt er að taka það fram að hámarkið getur varað nokkur kvöld. Ef veður verður gott, munu félagar í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja hittast þetta kvöld til þess að virða fyrir sér stjörnuhimininn og sjá kannski nokkur stjörnuhröp. Tungl er nýtt einmitt 13. desember svo það truflar ekki útsýni til stjarna þessi kvöld. Geminídar sjást koma úr stjörnumerkinu Tvíburunum sem er á suðausturhimni fyrir miðnætti á þessum árstíma.
Þessir loftsteinar sýnast koma með stefnu úr stjörnumerkinu Tvíburunum eins og sést á myndinni hér að neðan, drífan sýnist koma með stefnu rétt við stjörnuna Kastor. Loftsteinadrífan er leifar frá slóð óvirku halastjörnunnar eða smástirninu 3200 Phaeton. Drífan er stöðug ár frá ári og hver veit hvenær við eigum von á skæðadrífu loftsteina og þá er ekki gott að liggja í fleti.
Þessi mynd er tekin 2011 af loftsteinadrífunni Oríonídum (ljósmynd Brad Goldpaint)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Leonídar á laugardag
Þessir loftsteinar sýnast koma með stefnu úr stjörnumerkinu Ljóninu eins og sést á myndinni hér að neðan, drífan sýnist koma með stefnu úr sigðinni við höfuð ljónsins. Loftsteinadrífan er leifar frá halastjörnunni 55P/Tempel-Tuttle. Drífan virðist vera stöðug ár frá ári og hver veit hvenær við eigum von á skæðadrífu loftsteina og þá er ekki gott að liggja í fleti.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15. október 2012
Greinilega FFH
Já, þetta er greinilega óútskýrt fljúgandi furðufyrirbæri. Þessi ljóskeila er þó í sama lit og norðuljósin, grænleitt, en stjörnurnar á myndinni eru hvítleitar svo kannski skýrir það myndina á einhvern hátt.
En eruð þið með tilgátur ?
Dularfullt fyrirbæri á himni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)