Spennandi loftsteinadrífa í nćstu viku.

  Nú eru loftsteinadrífan Geminídar ađ nálgast.  Almennt er talađ um ađ ţessi loftsteinadrífa standi frá 4 - 17. desember ár hvert.  Ţessi loftsteinadrífa er talin vera ein sú allra öruggasta og má gera ráđ fyrir ađ í góđu skyggni sjái flestir einhver stjörnuhröp kvöldin í nálćgđ viđ hámark drífunnar. Hámarkiđ er rétt fyrir miđnćtti ađ kvöldi fimmtudagsins 13. desember kl. 23:30, en rétt er ađ taka ţađ fram ađ hámarkiđ getur varađ nokkur kvöld.  Ef veđur verđur gott, munu félagar í Stjörnufrćđifélagi Vestmannaeyja hittast ţetta kvöld til ţess ađ virđa fyrir sér stjörnuhimininn og sjá kannski nokkur stjörnuhröp.  Tungl er nýtt einmitt 13. desember svo ţađ truflar ekki útsýni til stjarna ţessi kvöld.  Geminídar sjást koma úr stjörnumerkinu Tvíburunum sem er á suđausturhimni fyrir miđnćtti á ţessum árstíma.

  Ţessir loftsteinar sýnast koma međ stefnu úr stjörnumerkinu Tvíburunum eins og sést á myndinni hér ađ neđan, drífan sýnist koma međ stefnu rétt viđ stjörnuna Kastor.  Loftsteinadrífan er leifar frá slóđ óvirku halastjörnunnar eđa smástirninu 3200 Phaeton.  Drífan er stöđug ár frá ári og hver veit hvenćr viđ eigum von á skćđadrífu loftsteina og ţá er ekki gott ađ liggja í fleti.

 Ţessi mynd er tekin 2011 af loftsteinadrífunni Oríonídum (ljósmynd Brad Goldpaint)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband