Laugardagur, 31. mars 2007
Íslandsmót barnaskólasveita

Laugardagur, 24. mars 2007
Hinir vondu Persar ***
Fór á myndina ´300´á fimmtudagskvöldið, eftir stutta fundarferð á Selfoss, en áætlun mín um að taka Herjólf eftir fund brást þar sem ferðinni var aflýst vegna veðurs.
Myndin er byggð á myndasögu Frank Miller og á að gerast 380 f.Kr. og segir frá bardaganum við Thermopylae þegar Xerxes I Persakonungur barðist með ofurefli liðs (100-300 þús. menn) við Spartverja (300 eða eilítið fleiri) undir stjórn Leónítas. Margir hafa talið myndina hina verstu sögufölsun, þar sem Persar eru sýndir sem ýmis kvikindi og megi síns lítils gegn hinum hugumprúðu, velþjálfuðu Spartverjum sem allir eru með magavöðva eins og sjást bara í vaxtaræktarkeppnum, sixpakkinn er skilyrði fyrir að fá að leika Spartverja.
Ég fékk það sterklega á tilfinninguna þegar ég var að horfa á myndina að hér væri áróður á ferðinni. Verið væri að stappa stálinu í Bandaríkjamenn, þeir ættu ekki að gefast upp í baráttunni við hina vondu, nefnilega hryðjuverkamenn og þessi hugmynd fær fullkomna spegilásýnd í myndinni sjálfri þar sem Persar eru jú forfeður þjóðanna í Írak og Íran.
Ekki þurfti maður mikið að íhuga á meðan á myndinni stóð, hún var ekki flókin, nokkur alþekkt þema; svikarinn, hetjurnar sem aldrei gefast upp fyrir hinu illa, boð um frægð og frama gegn afsali sjálfstæðisins, líkamlegt falboð Gorgo konu Leónítas til stuðnings honum o.s.frv.
Það að Spartverjarnir voru að verja fósturjörðina sjálfa fyrir innrás Persanna skiptir í raun litlu ef verið er að spegla nútímann, því Bandaríkjamenn telja auðvitað að þeir séu að verja fósturjörðina fyrir árásum hryðjuverkamanna og það stríð verði háð heima og heiman.
Spartverjarnir voru í hlutverki góðu gæjanna sem aldrei gefast upp fyrir hinu vonda. Xerxes var svona valdasjúk hommatípu hálfguð. Innrásarbylgjur Persana minntu mig á lýsingar úr Vetrarstríðinu þegar Rússar sendu hverja hrúguna af annari af fallbyssufóðri til þess að freista þess að vinna á Finnsku víglínunni.
Myndin er þó hin besta skemmtun ef menn vilja horfa á magavöðva og dráp, stundum koma þó langir rólegir kaflar sem eru þessum bíógestum ekki til skemmtunar. Þá verð ég að hrósa herbúnaðinum í myndinni, hljóðeffektum og hægum bardagasenum og tæknibrellum sem munu gleðja augu þeirra sem dá slíkt.
Kvikmyndir | Breytt 26.3.2007 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Ian er stórkostlegur
Það er gaman að Jethro Tull og Ian Anderson skulu vera að koma í september í haust og nú ætla ég mér ekki að missa af hljómsveitinni eins og 1992, þegar hún kom síðast.
Ian er stórkostlegur tónlistarmaður og bestur á þverflautuna. Hér eru nokkrar myndir af kappanum:
Dægurmál | Breytt 27.3.2007 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 16. mars 2007
Mikil bjartsýni við komu Vestmannaeyjar VE 444

![]() |
Fjölgar í flota Eyjamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 17.3.2007 kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Kristófer flottur.
Hér er mynd af Kristófer í japönskum búningi sem Hlín lánaði honum, en hún var einmitt að koma frá Japan eftir áramótin. Myndin er tekin af 7öfn sjá www.heimaey.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2007 kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Bekkjarfélagarnir
Í vetur hef ég verið í stjórnunarnámi Lögregluskólans og Endurmenntunar Háskóla Íslands. Námið fer fram í viku lotum og verkefnaskilum þess á milli. Í hópnum okkar eru 28 karlar, flestir lögreglumenn sem koma víða að af landinu. Þetta hefur verið afar gaman og við höfum fengið frábæra kennara, sem flestir ef ekki allir eru í fyrsta flokki.
Bekkjarfélagarnir eru skondnir náungar, eins og gefur að skilja, en smá saman hefur mér hreinlega farið að líka ágætlega við þá. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja mikið frá þeim, því ég veit þeir munu örugglega lesa þetta og munu ná sér niður á mér í skólanum ef ég segi frá öllu því sem ég hef séð til þeirra þarna - Svo ég læt það bíða betri tíma.
Yfirkennarinn hefur verið að spá í að halda foreldrafund ef menn hætta ekki að sóða allt út með neftóbaki, skvaldra í tímum og koma of seint úr morgunkaffinu. Ég veit ekki hvort hann áttar sig á því að foreldrar flestra eru komnir af léttasta skeiði og ættu í stökustu erfiðleikum með að komast í viðtal heilsu sinnar vegna. En ég segi fleiri sögur úr skólanum síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Land Idi Amins
Þið munið kannski ekki eftir honum, en Idi Amin var einn þekktasti einræðisherra heimsins hér í den og honum var jafnvel gefið að sök að vera mannæta og snæða óvini sína (eða vini). Jæja ekki meira um það, en hann er reyndar kominn sjálfur undir græna ...
Skopmynd af Amin, í anda stjórnar hans ...
Ekki merkilegt leiði fyrir fyrrverandi æðstráðanda !
![]() |
Utanríkisráðherra fundaði með ráðamönnum í Úganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Maraþonskák í Eyjum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Endurnýjun í dýralífi
Það er rætt um að Mýrabruninn hafi slæm áhrif á dýra- og plöntulíf á svæðinu. Það er þekkt erlendis frá þar sem skógareldar geysa einatt að þessir brunar eru nokkurs konar endurnýjunarþáttur í dýra- og plöntulífi, þar sem eldri einstaklingar og jafnvel tegundir gefa eftir og nýjir taka við á viðkomandi svæði.
Svona hamfarir séu þannig tækifæri til endurnýjunar og ekki alslæmt að öllu leyti. Hér á Íslandi höfum við sem betur fer ekki oft orðið vitni að þessu, enda okkar Fauna miklu minni, fátæklegri og viðkvæmari en í heitari löndum og síðast en ekki síst tekur það okkar vistkerfi miklu lengri tíma að komast í samt lag og jafna sig eftir slíkar hamfarir.
Bendi ykkur einnig á að lesa grein/blogg hér við þessa frétt um hornsíli. Það verður gaman verður að fylgjast með rannsóknum á dýra- og plöntulífi eftir Mýrabrunann.
![]() |
Bruninn hafði slæm áhrif á jurtir en góð á fugla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. febrúar 2007