Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Nýjar Íslendingasögur.
Nú hagnast Jóakimar Íslands sem aldrei fyrr og þeir fara með aurana út til að kaupa fleiri bréf til að reyna að græða meira. Þetta er gott og eykur hagvöxt og menn geta þá keypt Elton John og Bítlana og alla þessa frægu hingað til Íslands til að syngja og spila í afmælum barna sinna.
Þetta heitir á góðu máli útrás.
Hinar nýju Íslendingasögur verða skrifaðar þegar þessu linnir.
Almenningur fylgist með opineygður og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flestir alvöru menn átta sig á því hve slappir þeir eru að vera ekki með í útrásinni.
Hvað næst ? Ég bíð spenntur.
Kannski þeir kaupi NASA, nei það er lummó, frekar Kreml eða Torg hins himneska friðar - Eitthvað nógu nýstárlegt til að slá hinum við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.