Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Þjóðvegurinn Herjólfur
Mikil mótmæli voru við Herjólf áðan þar sem gjaldskráin var að hækka um meira en 10%. Um 500 manns mættu niður við höfn og klukkan 4 heyrðist mikið bílaflaut og ég frétti að Herjólfur hafi kvatt með þokulúðrum sínum.
Ég held að fólk uppi á landi hafi engan áhuga á þessu máli, þetta er þeim mjög fjarlægt hvort það kostar 2 eða 3000 krónur með Herjólfi fyrir manninn.
Staðreyndin er auðvitað sú að ef þetta á að heita okkar þjóðvegur, þá á hann að vera gjaldfrjáls fyrir bifreiðar, því þú kemst ekki öðruvísi þarna á milli. Eða er það ekki ? Þannig virka þjóðvegir og rökin fyrir því að gjaldtaka Hvalfjarðargöngin á sínum tíma var að þeir sem ekki vildu borga ættu þá kost á að aka Hvalfjörðinn.
Í Akraborginni í gamla daga borgaði maður fyrir bílinn, en ekki farþegana. Í Herjólfi er greitt fyrir hvern farþega sem ferðast með bílnum og svo líka fyrir bílinn. Einn mánuðinn keypti ég 3 kort í Herjólf alls 43 þúsund krónur og er ég þó bara með vísitölufjölskyldu og ekki mikið á ferðinni.
Ég kemst Hvalfjarðargöngin næstum 200 sinnum (5 sinnum á dag alla virka daga) fyrir þá upphæð á mínum fjölskyldubíl og það jafnvel með hann fullan af fólki.
Og svo vælir fólk sem þarf að borga í þessi göng !
Svo eru menn hissa á að það fækki fólki í Eyjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Þú getur náttúrulega alltaf synt... Bara að grínast. Nei, þetta er bara enn einn skatturinn á okkur Hef oft notað Herjólf, reyndar mest þann eldri, lítið hinn nýjasta. En ef þú kýst að búa á eyju, þá hlítur það að hafa vissan kostnað í för með sér
Fishandchips, 31.1.2007 kl. 21:43
fer oft á ári til eyja með herjólfi til að kafa svo ég stend með ykkur eyjaliðum í þessu
Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.