Glæpur & Refsing

  Hver er tilgangur refsinga ?

  Tilgangurinn er margþættur, í fyrsta lagi að betra afbrotamanninn, í öðru lagi að refsa honum og í þriðja lagi að senda öðrum skilaboð og svona mætti e.t.v. hnýta fleiru við þessa upptalningu.

  Að senda mann í fangelsi til að betra hann hefur verið mjög umdeilt, svo ekki sé meira sagt.  Margir hafa sagt að í fangelsum kynnist ungir afbrotamenn þeim harðsvíruðu og læri af þeim.  Fari síðan út og séu þá í raun útlærðir afbrotamenn.  Yfirvöld hafa reynt að koma á móts við þessar athugasemdir og farið ýmsar leiðir til að betra fanga.

  Flestir telja að refsa beri þeim sem brýtur lögin, hann eigi að fá refsingu við hæfi.  Þarna er í raun verið að skamma hann eða slá á hendurnar á honum.  Ef þú ekur of hratt færðu sekt.  Ef þú stelur ferðu í fangelsi.  Ef morð er framið fer morðinginn lengi í fangelsi og í sumum löndum er refsingin dauði, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.

   Megintilgangur refsinga er auðvitað að senda öðrum skilaboð um að ef þeir brjóti af sér þá fái þeir refsingu og hefur þetta örugglega fælandi áhrif.  Menn brjóta síður af sér vegna þessa - Eða svo skyldi maður ætla.

  Þetta er áhugavert umræðuefni í tenglsum við margt sem nú er til umræðu í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur fangelsisvist verið bæði til betrunar og refsingar í senn?

Óli Jói (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband