Hlaupársdagur.

  Um hlaupár segir í Rímfræði Þorsteins Sæmundssonar : Hlaupár er almanaksár sem er degi lengra en venjulegt almanaksár, þ.e. 366 dagar í stað 365. Í nýja stíl er hlaupár alltaf þegartalan 4 gengur upp í ártalinu, nema ef um aldamótaár er að ræða. Þá er hlaupár aðeins ef talan 400 gengur upp í ártalinu. Aukadeginum, sem nefndur er hlaupársdagur er aukið við febrúarmánuð. Nafnið hlaupár mun dregið af því að merkisdagar eftir hlaupársdag „hlaupa yfir“ þann vikudag sem þeir annars myndu falla á. Reglur um hlaupár eru nauðsynlegar til að fella almanaksárið varanlega að árstíðaárinu, sem ekki telur heila tölu daga. Meðallengd árstíðaársins (tíminn milli sólhvarfa) er 365 dagar 5 stundir 49 mínútur og 46 sekúntur, en með ofangreindri hlaupársreglu verður meðallengd almanaksársins 365 dagar 5 klukkustundir 49 mínútur og 12 sekúntur.  Munurinn er aðeins 26 sekúntur á ári svo að 3 þúsund ár mega líða áður en skekkjan nemur einum degi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einhvern tíma heyrt en steingleymt,takk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2012 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband