Leonídar á laugardag

  Nú eru loftsteinadrífan Leonídar að nálgast hámark.  Hámarkið er að morgni laugardags 17. nóvember, en hámarkið getur varað nokkra morgna.  Ef veður verður gott munu félagar í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja hittast undir morgun til þess að virða fyrir sér stjörnuhimininn og sjá kannski nokkur stjörnuhröp. Leonídar sjást koma úr stjörnumerkinu Ljóninu sem er á suðausturhimni á morgnana á þessum árstíma.

  Þessir loftsteinar sýnast koma með stefnu úr stjörnumerkinu Ljóninu eins og sést á myndinni hér að neðan, drífan sýnist koma með stefnu úr sigðinni við höfuð ljónsins.  Loftsteinadrífan er leifar frá halastjörnunni 55P/Tempel-Tuttle.  Drífan virðist vera stöðug ár frá ári og hver veit hvenær við eigum von á skæðadrífu loftsteina og þá er ekki gott að liggja í fleti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir, þetta er skemmtilegt og minnir mann á hve við erum agnarsmá. Hitti pabba þinn,Ásgeir og frú .í prófkjöri,það voru fagnaðarfundir.

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2012 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband