Hversu klárir eru hvalir ?

  Eins og komið hefur fram í fréttum hafa tveir hvalir dvalist í höfninni í Vestmannaeyjum síðustu 2 sólarhringa.  Vestmannaeyjingar hafa þar geta fylgst náið með þessum skepnum hringsóla í Friðarhöfn, sem er innsti hluti hafnarinnar.

  Í dag voru þeir svo reknir út með aðstoð nokkurra báta, þ.á.m. Lóðsinum og björgunarbátnum og gekk það ágætlega eftir brösuga byrjun.  Þeir gerðu ítrekaðar tilraunir til að snúa til baka, en hávaðinn í vélunum hræddi þá greinilega og loks virtist takast að reka þá á haf út.

  Um var að ræða tvo hvali af tegund sem nefnist Andanefjur.  Eftir að hafa séð þá hringsóla um í höfninni, greinilega algjörlega ráðalausa, veltir maður fyrir sér hversu klárir þessar skepnur eru, fyrst þeir villast svona herfilega þarna inni.  Hvalirnir virtust ekki geta fundið leiðina út.  Því hefur verið haldið fram að hvalir séu jafnvel jafn gáfaðar skepnur og menn.  Þó hef ég aldrei séð mannskepnur rammvilltar inni í húsasundum og geta ekki fundið leiðina út - það væri reyndar bráðfyndið.

Björgunaraðgerðir tókust vel Hvalirnir í Friðarhöfn.

  Til fróðleiks má segja frá því að það var einnig Andanefja sem tók sér sundsprett upp Thames ánna í Bretlandi í janúar 2006 og lét þar lífið eftir björgunartilraunir.  Andarnefja er allstór tannhvalur sem heldur sig mest fjarri landi. Hann veiðir einn og lifir á fiski og djúpsjávarsmokkfiski. Andarnefja er einn besti kafarinn af hvölunum. Á fyrri hluta 20 aldar var Andarnefja mikið veidd kringum Ísland og mjög eftirsótt af hvalveiðimönnum en erlendir hvalfangarar veiddu tugi þúsunda af Andarnefju á Íslandsmiðum. Andarnefja hefur verið friðuð síðan 1977 og fer nú fjölgandi jafnvel þó Norðmenn hafi veitt þessa tegund í litlum mæli. Olía var unnin úr Andarnefju sem var mjög eftirsótt en nú hafa tilbúnar olíur leyst Andarnefjuolíu af hólmi.

 Bretar að berjast við Andanefju í Thames ánni.


mbl.is Hvalasmölun gekk vel í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband