Hryggspenna.

  Eina glímu-takið sem íslendingar kunnu hér á öldum áður og má sennilega telja með þjóðararfi okkar var svokölluð hryggspenna.  Hver kannast ekki við hið gamalgróna máltæki "að hafa undirtökin", sem á upphaf sitt í þessari þjóðaríþrótt, en sá sem náði undirtökunum hafði alla jafna meiri möguleika á sigri.  Þeir voru fáir sem ekki höfðu spreytt sig í hryggspennu hér áður fyrr.  Menn hittust varla á engjum úti nema taka hvor utan um annan og iðka hryggspennu sér til heilsubótar, enda ekkert betra fyrir bakið en að fá smá réttingu á því eftir erfiða vetur undir lágreistum hýbýlum þeirra tíma.
  Sjómaður er t.d. miklu yngri íþrótt og er útlend eftirherma og er ekki eins samofin þjóðarsálinni og hryggspennan svo ekki sé talað um Krumlu, en íslendingum var fyrirmunað að stunda hana lengi framan af öldum, einfaldlega vegna þess að þeir voru svo krókloppnir á höndum (og víðar) allt fram undir aldamótin 1900.  Krókur er svo annað fyrirbæri, sem á rætur að rekja til þess þegar menn aðstoðuðu hverjir aðra að rétta úr fingrum, t.d. þegar þeir voru búnir að halda um orfið dægrum saman.  Því má halda því fram með rökum að Krókur sé séríslensk íþrótt. 
  Ég legg til að stofnað verði sérstakt safn þar sem köflum úr sögu þessarar fornu þjóðaríþróttar yrði safnað og viðhaldið.  Glímusambandið gæti t.d. staðið að undirbúningnum.  Deildir í þessu Hryggspennusafni gætu verið Sjómanns-, Krumlu- og Króksdeild (allar þó afar smáar).
  Í tilefni af athugasemdum með þessari grein skal tekið fram að reglur í hryggspennu ættu að vera öllum ljósar, t.d. voru þeir sem notuðu hökuna til að nudda andstæðinginn til uppgjafar, annálaðir óþokkar og hinir sem brugðu fæti aftur fyrir andstæðing sinn til að fella hann, voru samstundis alkunnir af ódrengskap.
  Myndin, sem hér fylgir, er einungis til að sýna fram á hversu aðrar íþróttir standa hryggspennuíþróttinni langt að baki.
 Þessir hafa ekki náð neinum hryggspennutökum hvor á öðrum, heldur stimpast þeir við eins og þrjóskir nautkálfar.

mbl.is Glímudrottning í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glímusambandið er farið að standa að mótum í hryggspennu og lausatökum núna, einnig er yngri krökkum sem æfa glímu einnig kennt þessar tegundir glímu.

Hanna (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:08

2 identicon

Hvar skráir maður sig á svona hyggspennumót.

Ég hef oft keppt í hryggbroti og alltaf tapað

Einn hryggur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:37

3 identicon

Þessi mynd sem þú ert með, er ekki af íslenskri glímu heldur, spænksri glímu sem heitir Lucha leonese og hún lítur svona út.

Pétur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: haraldurhar

   Þegar ég var strákur, en er farinn að nálgast 6o, var allgengt að við færum í hryggspennu, og var oft þeim yngri eftirlátið að hafa undirtökinn.  Það sem mig minnir að  hakan reynst haldgóð í þessari íþrótt. 

  Einning mann ég eftir manni sem var ötull að bjóða mönnum í hryggspennu, og hlaut af því viðurnefnið  Hryggspennu-Björn.

haraldurhar, 5.3.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

  Það fór eins og mig grunaði að þessi íþrótt á djúpar rætur í okkur.  Það bera fjölmargar athugasemdir vitni um og þessi gleymda listgrein hefur ekki hlotið það lof sem hún á skilið.

Karl Gauti Hjaltason, 6.3.2008 kl. 00:40

6 identicon

Væri ekki líka rétt að vera með Krók deild.

Ég hef ákv. hugmyndir um hver sé Hryggspennu-Björn en læt það ekki uppi hér.

Einn hryggur (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 08:48

7 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Sæll Karl Gauti.

 Varðandi þessa tillögu þína:

,,Ég legg til stofnað verði sérstakt safn þar sem köflum úr sögu þessarar fornu þjóðaríþróttar yrði safnað og viðhaldið."

Bendi ég þér að verða þér út um bókina "ÞRÓUN GLÍMU Í ÍSLENSKU ÞJÓÐLÍFI" eftir Þorstein Einarsson. Þar er mjög ítarlega fjallað um hryggspennu og heimildir um hana aftur í aldir. Bókina er hægt að kaupa hjá Glímusambandi Íslands.

Kveðja,

Jón Birgir Valsson

Fyrrverandi formaður GLÍ 

Jón Birgir Valsson, 9.3.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband