Fimmtudagur, 5. júní 2008
Engin áætlun til um björgun Hvítabjarna.
Á árinu 1993 var Hvítabjörn hengdur úti á rúmsjó norður af Horni við Vestfirði og muna margir eftir þessum atburði og leiddi hann m.a. til þess að í 16. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64 frá 1994 var í ákvæði um friðun þessara dýra sett sérstök klásúla um að Hvítabirnir væru einnig friðaðir á sundi. Þetta er svona svipað og taka það fram í friðunarákvæði um álftir að þær séu friðaðar, syndandi, á vappi við ár og vötn eða jafnvel líka á flugi !
Þetta dýr frá 1993 er nú til sýnis uppstoppað á Náttúrugripasafninu á Bolungarvík.
Það sem er furðulegast við þetta ísbjarnarmál er auðvitað sú staðreynd að fyrst Hvítabirnir eru hér friðaðir, afhverju er þá ekki til áætlun um björgun þeirra, þegar og ef þeir sjást ?
Það gefur augaleið að Hvítabirnir geta ekki lifað hérlendis og þeir eru hættulegar skepnur svo ekki geta þeir dvalið hér innan um aðra æta íbúa landsins. Eina ráðið er því að koma þeim í burtu, fyrst ekki má skjóta þá. Hver var hugsunin ? Varla var búist við því að þeir myndu hlíða einföldum skipunum um að fara aftur til sinna heimkynna ?
Það virðist því algjörlega hafa gleymst 1994 að gera viðeigandi ráðstafanir til að bjarga þessum villingum sem hingað kunna að koma.
Það virtist liggja svo mikið á því 1993 að banna hvers kyns dráp á þessum skepnum (líka á sundi) að það gleymdist alveg að gera ráð fyrir björgun þeirra og heimsendingu og því ekki seinna vænna að gera slíkar ráðstafanir nú.
Hvítabjörn í sólbaði. Ísbjörn á gangi.
Ákvæðið :
16. gr. Hvítabirnir.
Hvítabirnir eru friðaðir samkvæmt lögum þessum á landi, hafís og á sundi, sbr. þó 3. mgr.
Gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði er ekki talin stafa bráð hætta af er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum.
Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.
Hvítabirnir eru friðaðir samkvæmt lögum þessum á landi, hafís og á sundi, sbr. þó 3. mgr.
Gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði er ekki talin stafa bráð hætta af er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum.
Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.