Á leiđ á Norđurlandamót barnaskóla í skák.

  Ţá nálgast ferđ okkar á Norđurlandamót barnaskólasveita í skák sem fer fram á Álandseyjum.  Ţessi ţátttaka fylgir sigri sveitar Grunnskóla Vestmannaeyja á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í vor.
  Ţeir sem eru í sveitinni eru : Kristófer Gautason, Dađi Steinn Jónsson, Ólafur Freyr Ólafsson og Valur Marvin Pálsson.
  Međ í för verđum viđ Ólafur Týr sem fararstjórar og Björn Ívar Karlsson sem ţjálfari strákanna.
  Viđ leggjum af stađ í býtiđ á fimmtudeginum og fljúgum til Stokkhólms, ţađan tökum viđ risaferju til Álandseyja, en siglingin tekur eina 6 tíma.  Strax á föstudagsmorgninum hefst keppnin og mćtum viđ sveit Danmerkur í fyrstu umferđ og síđar ţann dag keppum viđ ađra sveitina sem kemur frá Finnlandi.
  Í fyrra fórum viđ á ţetta sama mót í Svíţjóđ, nema ţá var sveitin reyndar skipuđ eldri strákum, en árangurinn ţá var mjög góđur, silfurverđlaun og munađi ađeins 1/2 vinningi á okkur og efstu sveitinni.
  Sú stađreynd ađ sveitir frá svona litlu byggđarlagi eins og Vestmannaeyjum geti átt svo stóra hópa af frábćrum skákkrökkum ár eftir ár segir manni ađ ekkert sé ómögulegt í íţrótta- og afreksstarfi.  Nú erum viđ búnir ađ vinna íslandsmeistaratitla í bćđi sveitakeppni og einstaklingskeppni barna tvö ár í röđ.
  Ég ćtla ađ reyna ađ skrifa hér á ţessari bloggsíđu frá mótinu jafnóđum og segja frá ferđ okkar og skákkeppninni eins og tilefni gefst til.  Helsti tilgangurinn er ađ foreldrar krakkanna og velunnarar okkar og félagsmenn í Eyjum geti fylgst međ ferđinni.  Ţađ sparar líka eitthvađ símhringingarnar, sem ég annars ţyrfti ađ svara í sífellu.  Ég lofa ţó engum ítarlegum skákskýringum, fremur ađ ég segi meira frá ţví sem fyrir augu ber.
  Ekki get ég lokiđ svo viđ ţennan inngang nema nefna ţá sem hafa stutt mest viđ bakiđ á okkur og Taflfélaginu í heild, sem er auđvitađ fólk og fyrirtćki í Eyjum, Vinnslustöđin, Ísfélagiđ, Sparisjóđur Vestmannaeyja, Glófaxi, Frár og Vestmannaeyjabćr lagđi fram fjármagn til kaupa á farseđlum fyrir sveitina.
  Strákarnir sjálfir hafa veriđ ađ tína og selja söl og líka harđfisk til ađ fjármagna ţađ sem upp á vantar og hafa fengiđ frábćrar viđtökur.
  Fyrir allt ţetta ber ađ ţakka.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband