Ferdin til Ĺlandseyja

  Jaeja, loksins heyrist eitthvad frá okkur, hugsid tid líklega, en sem sagt vid erum komnir til Ĺlandseyja og fyrsta umferin er reyndar hafin núna.

  Ferdalagid í gaer var langt og vorum vid komnir hingad laust fyrir klukkan 12 í gaerkveldi, en vid lögdum af stad frá Reykjavik kl. 05:30 um morgunin.

  Allir strákarnir voru í raudu IBV göllunum á ferdalaginu og reyndist tad mikid happaskref, tví audveldara var ad finna tá í flugstödinni, á lestarstödinni og annars stadar sem vid stoppudum.  Teir voru eins og idandi ungahopur, tad var alltaf einhver sem hvarf ur augsýn.  Ólafur Týr sagdi svo tegar var farid ad síga í hann ad ef vid hefdum varamann, hefdum vid bara haett ad leita ad teim sem týndust, en varamannsleysid olli tví ad vid turftum ad halda vel hópinn.

  Tegar vid komum med lestinni frá flugvellinum til Stokkhólms, áttadi fararstjórinn sig á tví ad mappa med öllum pappírunum og vegabréfunum hafdi gleymst í lestinni.  Var tá sett óopinbert Svítjódarmet í 400 metra hlaupi nidur á lestarstöd og viti menn hann ratadi á rétta lest og vagn og fann skjölin.  Lestin var í tann mund ad fara aftur upp á flugvöll, svo ekki mátti muna miklu.  Mikill var léttir í hópnum tegar svitastrokinn fararstjórinn birtist aftur med möppuna, en hann notadi heila körfu af serviettum naesta klukkutímann.

  Ferjusiglingin var stórkostleg og strákarnir himinlifandi og vidkvaedid var "Herjólfur hvad" tegar tessi glaesiferja var skodud.  Eftir ad teir höfdu skodad naegju sína var farid í ágaetar kojur og tekin smá hvíld.  Vid klikkudum reyndar á einu, ferjan var klukkutíma skemur, en vid héldum á leidinni vegna tímamunar milli Svítjódar og Finnlands, sem tídir ad ferdin til baka er ekki eins stutt og vid héldum.  Tad var gott ad tad sofnudu ekki allir á leidinni, tví vekjarinn var stilltur tannig ad menn hefdu vaknad á leid til Finnlands, tví ferjan stoppadi adeins 15-20 mínútur í Mariehamn.

  Hótelid er ágaett og tar fer keppnin líka fram.  Vid eigum eftir ad skoda okkur betur um, en stadurinn er fallegur og vedrid er logn, sól og ca. 12-15 grádur.

  Hvernig vaeri ad setja inn athugasemdir, svo égf viti af ykkur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband