Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Einfaldasta hagfræði í heimi !
Þetta er algjörlega ofvaxið skilningi venjulegs fólks. Hvenær í ósköpunum ætlar þessi þjóð að vakna upp af draumsvefninum ? Þetta hús er táknmynd gróðærisins og þess tíma þegar menn misstu algerlega áttir í hagstjórninni í okkar blessaða landi.
Það er alltaf þannig að ef þú ert blankur og eygir enga von um aura í bráð, þá hættir þú byggingu bílskúrsins um sinn, á meðan það ástand varir. Það má alltaf klára hann seinna. Hver kannast ekki við eitthvað slíkt frá því fyrir góðæri ?
Ég hélt að þetta væri einfaldasta hagfræði í heimi. Og árið 2010 verður verra ef eitthvað er. Á að spara meira í heilbrigðiskerfinu ?
Hvar eru hinar hagsýnu húsmæður sem áttu að vera í vinstra liðinu ?
Minnisvarði þess tíma þegar ráðamenn töpuðu vitglórunni !
Vill ljúka smíði Tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég verð alveg brjáluð þegar þetta tónlistarhús kemst í umræðuna. Þetta er eitthvað sem gæti fengið mig til að hoppa niður á Austurvöll og mótmæla og er ég vanalega ekki mikið fyrir mótmæli. Ég bý einmitt eins og þú í eyjum og hér á að fara að taka yfirstjórnina og færa hana til Selfoss, við horfum fram á ennþá meiri niðurskurð (sjá það allir sem vilja sjá) og þá gæti jafnvel þurft að loka skurðstofunni okkar og þá geta barnsfæðingar ekki farið fram hérna. Á svo að fara að eyða 13 milljörðum í tónlistarhús sem örfáir útvaldir sem eiga peninga og búa í Reykjavík geta sótt. Ég held nú ekki... síðan er verið að tala um hátekjuskatt og ég skil hann alveg en ekki fyrir tónlistahús. Get sætt mig við menntakerfið og heilbrigðiskerfið en ekki tónlistarhús.
Ég er viss um að fleiri séu á sama máli og þá sérstaklega við úti á landi sem eigum aldrei eftir að nota þetta tónlistarhús, þetta er ekki eitthvað sem er nauðsynlegt. Veit þetta skapar vinnu en við skulum þá fara í öll þau viðhaldsverkefni sem hægt er að fara í en ég get ekki sætt mig við tónlistarhúsið.
Auðbjörg (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:58
Ég skil ekki þessi gaggrýn.. þið hefur verið sofandi í mörg ár á meðan Sjálfstæðisflokkur lét útrásvikingar að ræna landið, og núna allt í einu þig eru að grennja yfir allt sem vinstristjórn er að gera.. Þetta er ofmikið.
Mannvirkinn kostaði 10 milljarða krónur, ef verður ekki klárað, við töpum þessi pening. Hins vegar, með að klára tónlistar og ráðstefnuhúsið fjóldarmenn mun fara aftur að vinna strax og þegar húsið er kláruð mun skapa enn meiri atvinnutækifæri t.d. með að gista alþjóðaráðstefnur. Erlend gjaldeyri mun flæða til Íslands á sumrin sem vetur. Hugsið jákvætt, takk :-)
Reynir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:09
Það rænir mig ekki nætursvefni, þótt þetta bákn bíði betri tíma. Mér þóttu menn endanlega tapa glórunni þegar tískulistamaðurinn fékk að vefa því ósýnileg glerklæði, rétt eins og í hinu fræga ævintýri HC Andersen um berrassaða keisarann, í nýju fötunum. En þið ágæta Eyjafólk - hvar var hagsýnin og vitglóran í ykkar landi, þegar það var að renna upp fyrir okkur hér á Íslandi að við yrðum að hætta öllu bruðli ? Mér finnst þið líka kasta steinum úr glerhúsi. Sér ekkert ykkar neitt athugavert við forgangsröðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að semja fyrir nokkrum vikum við verktakana Steina og Olla um að byggja knattspyrnuhöll fyrir fleirihundruðmilljónir - Það var víst ómetanlegt að verktakinn gæti veitt nokkrum köllum vinnu - kom þó ekki fram, hvort þeim yrði kennd íslenska. Það verður að finna meðferðarúrræði til þess að bjarga þjóðinni frá uppivöðslu þeirra sem "elska fótbolta" Spor þeirra hræða !!!
kela (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 01:30
Hagrfræði hinnar hagsýnu húsmóður kennir okkur að þú hafir rétt fyrir sér.
Hins vegar hafi húsmóðirin á sýnum snærum nokkuð marga verkefnalausa einstaklinga breytist dæmið örlítið.
Ekki á að semja um áframhald veks nema að tryggt verði að iðnaðarmenn á atvinnuleysisskrá komi til verksins.
Þannig má drusla þessu drasli upp (sem er orðið eign ríkisins) og koma því í gagnið.
Rétt er að skortur er á ráðstefnu húsnæði svo hægt væri að koma húsinu í nýtingu fljótlega og fara að fá inn tekjur á móti.
Þetta er því ekki alveg jafn einfallt og fyrir hina hagsýnu húsmóður að reikna, en gaman væri samt að sjá útreikning á svona dæmi
Kristján Logason, 5.2.2009 kl. 05:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.