Var Kristinn að lesa síðuna mína ?

  Það er gott að einhverjir séu að lesa síðuna hjá manni, hér er bloggfærsla mín frá 15. janúar sl:

   Fannst það mjög einkennilegt síðasta sumar, þegar viðskiptaráðherra (sem taldi okkur eiga nóg af peningum), í kjölfar jarðskjálftanna, lækkaði sjálfsábyrgð úr 80 þúsundum í 20 þúsund, svo allir brotnir blómavasar urðu þá sjálfkrafa á ábyrgð þjóðarinnar.

  Er ekki rétt að menn fari að átta sig á því sem skiptir máli, þ.e. að aðstoða þá sem aðstoð þurfa, en hætta þessum leikaraskap með skattfé.  Auðvitað þarf að aðstoða þá sem missa það sem þeim er verðmætast, en ekki eitthvað sem engu skiptir.

  Og hvernig er staðan núna, 7 mánuðum síðar ?

  = Þjóðin hefur komist að því að engir peningar eru til og við getum varla sinnt þeim sjúku og öldruðu !


mbl.is Ráðherrum ekki treystandi fyrir löggjafarvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband