Laugardagur, 20. júní 2009
Gorkúlur á skítahaug !
Það var svo sem auðvitað að nú sé mikilvægast að koma á fót fleiri stofnunum í höfuðborginni, þegar það liggur fyrir að leggja eigi þær niður í löngum röðum úti á landsbyggðinni. Staðreyndin hefur verið sú að góðærið lét ekki sjá sig víða úti á landi og allt var þar með sama sniði og síðustu áratugi.
Í höfuðborginni uxu stofnanir eins og gorkúlur á skítahaug og þarf ekki nema að aka um nokkrar götur í borginni til að sjá marmarahallirnar og allra handa stofnanir á öllum hornum. Nú á sem sagt að halda áfram á sömu braut.
Ætli það sé ekki viturlegra að reyna að fara að draga eitthvað saman seglin þarna í henni Reykjavík. Helst hallast ég að því að menn kunna ekki lengur að haga ríkisrekstri innan eðlilegra marka og menn séu einungis sérfræðingar í að blása út báknið, a.m.k. voru það þeir sem þóttu flottastir. Þá væri e.t.v. ráð að fá fólk sem ekki tók þátt í þessu bulli til ráðgjafar.
Þessi mynd er reyndar ekki tekin í miðborg Reykjavíkur.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?
Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?
(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935)
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 11:18
Sæll Guðbjörn.
Þessa vísu þekkjum við. En hvernig væri að gera athugasemd við efni pistilsins? þú varst nú þingmannsefni og hlýtur að hafa skoðanir á hlutunum.
Karl Gauti Hjaltason, 20.6.2009 kl. 11:20
Ég sé að ríkisstjórnin er í erfiðri stöðu og veit að það þarf að taka ýmsar óvinsælar ákvarðanir, en stofnun þessarar stofnunar er mér algjörlega óskiljanleg!
Ég segi nú bara: Guð hjálpi okkur að þjóðin hafi kosið þetta yfir sig og ég er hræddur um að margir nagi sig í handabökin á næstu mánuðum og árum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 13:48
Þetta er náttúrulega bara dásamlegt allt saman - ekki satt? Vitleysan ætlar aldrei að enda. Bankasýsla ríkisins - mig langar rosalega að vita hvaða snillingi datt þetta heiti, á þessari nýju stofnun, í hug.
Þú hefur algerlega og 100% rétt fyrir þér Karl Gauti - núna er ekki rétti tíminn fyrir nýjar stofnanir ríkisins og þá allra síst í henni Reykjavík.
Snorri Magnússon, 20.6.2009 kl. 14:17
Snorri & Karl Gauti:
Það er engu líkara en maður sé kominn í einhverja óskiljanlega, listræna, "skandínavíska" sósíaldemókratíska kvikmynd!!!
Hvað segir BSRB við þessu eða BHM, KÍ, ASÍ?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.