Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 11. mars 2007
Kristófer flottur.
Hér er mynd af Kristófer í japönskum búningi sem Hlín lánaði honum, en hún var einmitt að koma frá Japan eftir áramótin. Myndin er tekin af 7öfn sjá www.heimaey.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2007 kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Bekkjarfélagarnir
Í vetur hef ég verið í stjórnunarnámi Lögregluskólans og Endurmenntunar Háskóla Íslands. Námið fer fram í viku lotum og verkefnaskilum þess á milli. Í hópnum okkar eru 28 karlar, flestir lögreglumenn sem koma víða að af landinu. Þetta hefur verið afar gaman og við höfum fengið frábæra kennara, sem flestir ef ekki allir eru í fyrsta flokki.
Bekkjarfélagarnir eru skondnir náungar, eins og gefur að skilja, en smá saman hefur mér hreinlega farið að líka ágætlega við þá. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja mikið frá þeim, því ég veit þeir munu örugglega lesa þetta og munu ná sér niður á mér í skólanum ef ég segi frá öllu því sem ég hef séð til þeirra þarna - Svo ég læt það bíða betri tíma.
Yfirkennarinn hefur verið að spá í að halda foreldrafund ef menn hætta ekki að sóða allt út með neftóbaki, skvaldra í tímum og koma of seint úr morgunkaffinu. Ég veit ekki hvort hann áttar sig á því að foreldrar flestra eru komnir af léttasta skeiði og ættu í stökustu erfiðleikum með að komast í viðtal heilsu sinnar vegna. En ég segi fleiri sögur úr skólanum síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Land Idi Amins
Þið munið kannski ekki eftir honum, en Idi Amin var einn þekktasti einræðisherra heimsins hér í den og honum var jafnvel gefið að sök að vera mannæta og snæða óvini sína (eða vini). Jæja ekki meira um það, en hann er reyndar kominn sjálfur undir græna ...
Skopmynd af Amin, í anda stjórnar hans ...
Ekki merkilegt leiði fyrir fyrrverandi æðstráðanda !
Utanríkisráðherra fundaði með ráðamönnum í Úganda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Maraþonskák í Eyjum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Lögreglumenn á hestum
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Sjóveikir Bankamenn
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Fimmta valdið
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Þjóðvegurinn Herjólfur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Nýjar Íslendingasögur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
12 stykki Eyjagöng
Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna var 163,7 milljarðar á síðasta ári. Í mínum huga eru það næstum 12 göng til Eyja ef miðað er við lægstu útreikninga, en kannski 4-5 göng ef miðað er við útreikninga í dýrari kantinum. Þetta er ótrúlegir peningar. Svo eru menn að klóra sér í hausnum um hvort tvöfalda eigi Suðurlandsveg, þar sem banaslys verða því miður alltaf oft. Þetta er fáránlegt.
Þessa peninga á þó ríkið ekki, heldur bankarnir, en eitthvað ætti þó að koma inn í skatttekjur. Samgöngumálin eru á rollugötustiginu, og skýrasta dæmið er það þegar ríkasta þjóð í heimi þarf að horfa upp á slysaöldu á vegi sem ætti að vera búið að tvöfalda fyrir áratug. Nei, þá er gerður 2+1 vegur þess í stað. Hvað ætli sé langt þangað til hann verður rifinn upp ?