Ekkert göngufæri innanbæjar.

  Ég var að koma gangandi ofan af lögreglustöð og heim.  Þessi spotti er ekki langur, kannski 10 mínútur en Ásavegurinn reyndist þrautinni þyngri undir fótinn og skaflar alla leið innúr.  Þessi sex húsa leið var nánast ófær gangandi, en eftir að hafa litið yfir ástandið sá ég að líklega væri best að koma sér að grindverkunum og fikra sig svo eftir þeim og ofan á þeim inn eftir götunni.  Eftir smá barning komst ég svo heim í heitar pönnukökur sem biðu eftir mér ásamt fjölskyldunni.
  Skaflarnir eru svo gljúpir að þungir menn eins og ég sökkvum bara hreinlega niður úr þeim og komumst ekki lönd eða strönd.  Þá mega menn heldur ekki vera of klofstuttir, því þá er hætt við að menn sitji fastir á afturendanum, en sem betur fer er ég með kloflengri mönnum svo ég slapp við slíkar uppákomur.
  Eftir þessa gönguför ráðlegg ég ekki nema þeim sem eru í góðri líkamlegri æfingu að klofa þessa skafla (og ekki í gallabuxum).
  Helstu stofnleiðir eru þó vel færar gangandi fólki, það er bara svona í botnlöngum sem ástandið er slæmt.
 Þessi mynd er ekki tekin á Ásaveginum.

mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband