Hjálpa bönkunum - ábyrgð.

  Um fátt er nú meira rætt en ástandið í íslenska bankakerfinu.
  Það sé agalegt hve útlendingarnir hafi litla trú á íslensku bankastrákunum okkar.  Þeir hafi meira að segja hætt að lána þeim.  Ástandið sé grafalvarlegt.
  Nú um stundir fá menn engin lán í bönkum lengur. Bankarnir eiga í erfiðleikum.  Þeir eru hættir að ráða nýtt fólk. Uppsagnir séu á næsta leyti.
  Það er af sem áður var.  Þá réðu þeir alla sem villtust inn til þeirra, helst í verðbréfadeildirnar, kaupa - selja, aðallega kaupa.
  Veisluhöldunum ætlaði aldrei að linna.  Það voru engar smáræðisveislur.  Milljarðamæringar af gamla skólanum höfðu hreinlega aldrei dottið neitt slíkt og þvíumlíkt í hug.  Enda voru þeir bara púkó.
  Varðandi hvað skuli til bragðs að taka eru ýmis sjónarmið á lofti.  Það nýjasta er að Seðlabankinn eigi að varpa verðbólgumarkmiðum sínum.  Annað er að ekkert sé í stöðunni nema að kasta krónunni og ganga í EB og fara að handfjatla evrur í gríð og erg.  Og það er bara sjálfsagt talið að nú þurfi að stífla fleiri ár og reisa fleiri álver svo þessi svokölluðu "hjól efnahagslífsins" hægi ekki á sér.  Hvernig lentum við eiginlega í þessari aðstöðu ?
   Svo byrjar gamla vísan sem við öll höfum heyrt svo oft áður. Þjóðin verður beðin um að hjálpa til, annars fari allt fj. til, eða hreinlega menn hafi verra af, það rjúki upp verðbólga og atvinnuleysi í kjölfarið.  Þess vegna verða menn að fórna, horfa í gegnum fingur sér, t.d. að læra að spara, stöðva launahækkanir og hætta að heimta.  Taka á sig baggana.
  Bíðiði við, eitthvað gengur hér ekki upp í mínum huga.
  Hvaða snillingar flugu hátt yfir heimsins höfum og keyptu daglega ný gróðafyrirtæki, betra í dag en í gær og allt breyttist í gull í þeirra höndum ?  Og ekki vantaði að laun þessara snillinga væru í samræmi við snilligáfur þeirra.
  Nei, ég held ekki.  Sé ekki nokkra ástæðu til þess að þjóðin færi neinar fórnir af þessu tilefni - Þar að segja ef menn komast hjá því.
  Það væri eftir öllu að þeir sem smurðu snitturnar ofaní liðið en fengu ekki að smakka, þeir verði látnir súpa seiðið af bruðlinu.
  Og hefur einhver minnst á ábyrgð í þessu sambandi ?

mbl.is Bankarnir hægi á í útþenslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ber ábyrgðina------------------------------------------------Nú ríkið------skattborgar landsins halda uppi hvort eð er bönkunum.

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Já, rétt svar, Númi, auðvitað borgar þú brúsann.  Varst þú ekki í veislunni ?

Karl Gauti Hjaltason, 3.3.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið óskaplega held ég að þeir þarna í útlöndunum verði skömmustulegir þegar Geir kemur og segir þeim að þetta sé allt í lagi hjá bönkunum!

Árni Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband