Nýjir ræðarar.

  Ég fylgdist með fréttum í kvöld og sá svo Silfrið.
  Á ummælum flestra mátti heyra að íslenska kerfið sé komið að endalokum síns tíma.
  Þessi ætterniskapitalisti og vinavæðingarárátta hér hlýtur að fara undir fallöxina, nema við viljum endurtaka sukkið enn á ný.  Ég held reyndar að fáir vilji kjósi það eftir þetta allsherjarklúður.
  Engin vafi er á því að þetta er rétt.  Þeir sem hafa farið með stjórnina hér síðustu áratugina hafa yfirhöfuð haft eigin hag eða a.m.k. hag sinna nánustu eða vina að leiðarljósi en ekki þjóðarhag við verk sín.
  Hvernig getum við breytt þessu fyrirkomulagi ?
  Einhver sagði að allir væru svo tengdir að þetta væri ekki nokkur leið í okkar litla landi.
  Aðrir hafa sagt að þessir sömu væru svo hrikalega tengdir sínum hópi að þeir sæu ekki út fyrir hann og má það til sanns vegar færa.
  Ég tel að hér sé nóg af kröftugu og hæfileikaríku fólki sem gæti tekið þétt um árarnar ef klíkan yrði frá að hverfa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkir fyrir góða hugvekju Karl Gauti. Nú þarf íslenska þjóðin sannarlega á nýjum og öflugum ræðurum að halda. Ég hef mætt á Austurvöll síðustu fjóra laugardaga og fylgst með stigmagnandi reiði þjóðarsálarinnar. Fyrsta laugardaginn vorum við 500, nú síðast fimmþúsund. Ég vil taka það skýrt fram að þetta eru Íslendingar af öllum gerðum og stærðum, ungir sem gamlir, konur og karlar. Andrúmsloftið er rafmagnað og við hættum ekki fyrr en við höfum fengið kröfum okkar framgengt: Burt með ríkisstjórnina og þingið, burt með toppana í ríkisbönkunum og burt með yfirstjórn seðlabankans og fme. Burt með aumingjalýðræðið - endurreisum orðstýr Íslands sem þjóð meðal þjóða. Leggjumst öll á árarnar!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 05:25

2 Smámynd: haraldurhar

   Hafðu mínar þakkir Karl fyrir ærlega grein.   Í mínum hugarheimi hef ég alltaf talið Sýslumann vera trúnaðarmann og verndara íbúa síns svæðis, en ekki eins og margir hafa talið, og því miður stundum reynst rétt vera einungis þjónn Ríkisins í gerðum sínum, því er mer sérstakt gleðiefni að lesa þetta blogg þitt og önnur er þú hefur skifað á sl. dögum.

haraldurhar, 10.11.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband