Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Kristófer sigradi.

  Nú er fjórdu umferd lokid.  Kristófer sigradi eftir miklar flugeldasýningar á móti svía, Stenhammer ad nafni.

  Ádan fórum vid á ferskvatnsfiskasafn i Silkiborg.  Tad var áhugavert, sérstaklega fyrir okkur Eyjamenn, sem eigum okkar sjávarfiskasafn.  Greinilegt er ad margt má lćra af dönunum, sem setja safnid skemmtilega upp.

 Tessi mynd var tekin fyrir utan Aqua fiskasafnid í Silkiborg ádan (takid eftir tví hvad vedrid lék vid okkur).


3ju umferd lokid hér i Tjele.

  Loksins ad madur nennir ad blogga hér í ferdinni.  Tid erud örugglega ordin leid ad líta inn á bloggid.  En sannleikurinn er sá ad prógrammid er svo stíft ad tad vinnst enginn tími til neins.

  Í gćr sat ég einn rólegasta fund sem ég hef nokkru sinni setid, í 2 og 1/2 tíma stód fundur Nordurlandanna i skólaskák og menn töludu svona eins og í bíómynd sem er sýnd hćgt.  Ég var alveg ad missa tolinmćdina, en af tillitssemi vid Palla formann sat ég á strák mínum og horfdi á ordin hanga í loftinu.  Tad sem fram kom á fundinum var annars áhugavert.  Fćreyjingar eru ad gera góda hluti i skákinni og tar er öflug unglingaskák og teim tótti gaman ad heyra hvad vid erum ad gera i Vestmannaeyjum og höfdu sérstakan áhuga á Maraton skákinni um nćstu helgi.  Danir missa unglingana úr skákinni um 14 ára aldurinn og daninn sagdi ad unga fólkid vćri mjög ótolinmótt og tad sendir sms milli sín í gríd og erg.  Og ef kćrastan svarar ekki sms-inu innan 2ja mínútna hlýtur hún ad vera byrjud med ödrum eda tá ad hún hafi framid sjálfsmord ...

  Íslendingarnir voru med 50% vinningshlutfall bćdi i 1 og 2 umferd, en nú í 3ju umferd fengu teir 4 vinninga af 10, svo hlutfallid er komid nidur fyrir 50%.  En tad verdur bćtt úr tví í kvôld.  Kristófer tapadi fyrir Svía í fyrstu umferd, en sigradi finnska stúlku í annarri umferd og ádan tapadi hann fyrir hinum finnanum, en í endatafli hafdi hann biskup á móti riddara og jafnmôrg ped, en riddarinn reyndist sterkari og tap stadreynd.

  Tad var gaman í gćr tegar Gudmundur Kjartansson sigradi fćreyjinginn sterka Helga Dam Ziska, stigahćsta manninn og vonandi verdur Gummi i gódum gír áfram.

  Á eftir förum vid í ferd á ferskvatnsfiskasafn svo tetta verdur strembinn dagur.  Strákarnir, (já, frá Íslandi koma 10 strákar en engin stúlka) sofna daudtreyttir á kvôldin og tad tarf ekkert ad sussa neitt á tá, enda taka tvćr umferdir á dag sinn toll af orku teirra, skyldi madur ćtla !

  Jćja, ćtli eg reyni ekki ad blogga oftar.  En ef tid setjid ekki athugasemdir fć eg a tilfinninguna ad engin se ad lesa tetta og hćtti audvitad.

 Hér er stadurinn.  Vid gistum í rauda húsinu lengst til hćgri a midri mynd (heimavist nemenda), en keppnin fer fram i skólanum sjálfum, (nedst á myndinni) en í skólanum er sérstök skáklína fyrir nemendur.


Norđurlandamót í Danmörk

  Ţađ er langt síđan ég hef bloggađ, en fyrst viđ feđgarnir erum ađ fara til Danmerkur á Norđurlandamót í skák ţá er best ađ nota ţessa síđu til ţess ađ segja frá gengi okkar á mótinu.

  Viđ förum í fyrramáliđ kl. 8 frá Keflavík til Kaupmannahafnar og síđan til Arhus, en keppnin fer fram í Tjele sem er ţar spottakorn frá skylst mér.

  Mótiđ er 6 umferđir, tvćr á dag, fimmtudag til laugardags.  Keppt er í 5 aldursflokkum og keppa tveir frá hverri ţjóđ í hverjum flokki, ţetta eru 10 keppendur frá Íslandi, en ađrir keppendur koma frá gestgjöfunum Danmörku, Svíţjóđ, Noregi, Finnlandi og Fćreyjum eđa 12 keppendur í hverjum flokki.

  Jćja, ţetta er nóg til í bili.

 

  Leifsstöđ.


Sami árangur og í fyrra.

  Í gćr fóru liđsmenn Taflfélags Vestmannaeyja snögga dagsferđ á Íslandsmót Unglingasveita. Viđ fórum tveir, ég og Ólafur Týr međ 8 stráka međ Herjólfi um morguninn og tókum bíla í Ţorlákshöfn.  Mótiđ var haldiđ í Garđabć og hófst kl. 14, sem er reyndar afleitur tími fyrir okkur, ţví ţá lendum viđ í tímaţröng fyrir Herjólf um kvöldiđ.  Eins og oft áđur fórum viđ burt af keppnisstađ áđur en verđlaunaafhendingin hófst, sem er auđvitađ leiđinlegt fyrir okkar keppendur, en kom ţó ekki ađ sök núna ţar sem engin verđlaun komu í okkar hlut.
  Fyrst var fariđ í Smáralindina og Subways heimsóttur - Hrikaleg umferđ er nú ţarna í kring!
  A-sveitin var skipuđ ţeim Nökkva, Bjart Tý, Alexander og Sindra Frey, en B-sveitin ţeim Dađa Stein, Kristófer, Ólafi Frey og Sigurđi.
  Eins og í fyrra lenti A-sveitin í 4 sćti og B-sveitin í 8 sćti.  Ég hefđi kosiđ ađ báđar sveitirnar hefđu hćkkađ sig eitthvađ, en svona er ţetta.  Hlutirnir voru reyndar alls ekki ađ falla međ okkur og sá ég nokkrar skákir sem voru vćnlegar en töpuđust, en sá ekki nema e.t.v. eina sem var vćnleg í hina áttina en viđ unnum.  Ţannig er ţetta bara stundum.
  Margir strákanna voru ađ tefla vel.  Alexander vann t.d. 6 af sjö skákum sínum og var nálćgt ţví ađ fá borđaverđlaun.  Sindri Freyr, Kristófer og Sigurđur unnu 4 skákir af 7.  Ég sá margar áhugaverđar stöđur og skákir og sýndist t.d. Dađi Steinn vera í góđum gír og ná góđum stöđum á móti sterkum andstćđingum á 1 borđi.

Gamli karatemeistarinnn kominn í annađ sport.

  Honum er ekki alls varnađ okkar gamla vini, nú er hann búinn ađ leggja beltiđ á hilluna og kominn undir stýriđ.  Gott hjá ţér Jonni.  Jón Ingi gerđi góđa hluti međ mínu gamla félagi, Ţórhamri, og stjórnađi ţví af röggsemi um tíma.  En sem sagt, honum er fleira til lista lagt.
  Karatemađurinn og formúlumađurinn Jón Ingi Ţorvaldsson ađ taka viđ viđurkenningu ásamt Eddu Blöndal.

mbl.is Jón Ingi sýndi keppnishörku í Snetterton
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikill samhugur í Eyjaliđinu.

Íslandsmót skákfélaga. 
   Um helgina fór fram Íslandsmót skákfélaga í Reykjavík.  Ţetta er stćrsta skákmótiđ fyrir hinn almenna skákmann og skiptist í tvo hluta, fyrri hluti á haustin og seinni hlutinn á vorin.  Í mótinu keppa taflfélög landsins í 4 deildum og eru keppendur um 400 í yfir 50 sveitum.  Taflfélag Vestmannaeyja hefur átt sveitir í 1. deildinni ţar sem barist er um Íslandsmeistaratitilinn, en einnig í 3. og 4. deild.  Á síđustu árum hefur félagiđ gert harđa hríđ ađ titlinum og fengiđ til liđs viđ sig erlenda stórmeistara og ađra sterka íslenska skákmenn og 2005 hlutum viđ 3 sćti, annađ sćtiđ 2006 og í vor höfnuđum viđ aftur í öđru sćti eftir spennandi úrslitaviđureign.

  Síđastliđiđ vor var sú ákvörđun tekin í stjórn Taflfélagsins ađ hćtta ađ kaupa erlenda stórmeistara til félagsins í ţeim tilgangi ađ freista ţess ađ vinna titilinn.  Í kjölfar ţessarar ákvörđunar gengu nokkrir íslenskir skákmenn, búsettir utan Eyjanna úr félaginu.  Stjórn félagsins taldi nauđsynlegt fyrir félagiđ ađ vinna tíma til ţess ađ endurheimta krafta sína í ţeim skilningi ađ rétta úr kútnum fjárhagslega.

Fyrsta deild. 
   Međ ţetta í farteskinu var fariđ í mótiđ ađ ţessu sinni og ljóst ađ liđ okkar yrđu miklu mun slakari en undanfarin ár.  Reynt var ađ tjalda ţví sem til var og margir góđir menn vildu halda áfram ađ tefla fyrir félagiđ og má ţar nefna fremsta í flokki Helga Ólafsson stórmeistara, Sćvar Bjarnason alţjóđlegan meistara, Páll Agnar Ţórarinsson og Stefán Ţór Sigurjónsson.  Ţessir menn og auđvitađ okkar bestu heimaskákmenn ţeir Sverrir Unnarsson, Sigurjón ŢorkelssonÓlafur Týr Guđjónsson og Ţórarinn Ólafsson settust ađ tafli til ţess ađ berjast viđ hákarlana í 1 deild.  Liđiđ fylltum viđ svo međ hinum unga Nökkva Sverrissyni og hinn aldni höfđingji Kári Sólmundarson, fyrrverandi Vestmannaeyjameistari kom og tefldi eina umferđ um helgina.  Fyrirfram var augljóst ađ á brattann var ađ sćkja.  Í fyrstu deild er mökkur af stórmeisturum og var dagsskipunin ađ berjast til síđasta manns í bókstaflegum skilningi á skákborđinu.  Afrakstur helgarinnar var furđu góđur, ţví viđ skröpuđum saman heilum 6 vinningum og ţeir Páll Agnar, Ţórarinn, Sverrir, Sigurjón og Nökkvi náđu ýmist vinningi eđa jafntefli á móti miklu sterkari skákmönnum.  Helgi Ólafsson náđi 50% vinningshlutfalli á fyrsta borđi 1 ˝ vinningi.  Ţó er ljóst, ţađ sem fyrirfram var vitađ, ađ liđiđ mun ađ öllum líkindum tefla í 2 deild ađ ári.
Ţriđja deild. 
   Ekki var ţörfin minni fyrir b-sveitina, sem međ seiglu hafđi unniđ sig upp í 3 deild 2006.  Nú voru liđsmenn hennar allir ađ berjast í fyrstu deildinni.  Ţví var ţörf á ađ styrkja sveitina og ţá gerđist ţađ sem fáir áttu von á ađ mađur gekk undir manns hönd og eftir mikla eftirgrennslan voru fjölmargir tilbúnir ađ mćta til leiks og er á engan hallađ ţegar ţar er nefndur fyrstur til sögunnar Arnar Sigurmundsson, en fleiri komu ţar ađ og lögđu lóđ sín á vogarskálarnar, ţingmađur Eyjamanna Lúđvík Bergvinsson, Andri Valur Hrólfsson fyrrum formađur Taflfélagsins, Stefán Gíslason einnig fyrrum formađur, Ólafur Hermannsson líka fyrrum formađur , Ţorvaldur Hermannsson, Sćvar Helgason, Ćgir Óskar Hallgrímsson og auđvitađ strákarnir okkar í félaginu ţeir Alexander Gautason og Sindri Freyr Guđjónsson.  Stađan eftir fyrri hlutann er sú ađ sveitin er í 7 sćti af átta međ 7 vinninga og munar einum vinningi á ađ okkur takist ađ komast í 6 sćtiđ sem dugir til ađ halda okkur í deildinni.   Mun lögđ áhersla á ađ freista ţess, en ljóst ađ sú barátta verđur hörđ.  Einnig ţarna voru liđsmenn TV ađ tefla langt upp fyrir sig, en stóđu sig samt ótrúlega vel og athygli vakti ađ kempurnar Arnar, Andri og Lúđvík, sem ekki eru tíđir gestir á skákmótum höluđu drjúgt inn fyrir sveitina.  Ţá náđi hinn 13 ára gamli Sindri Freyr vinningi í sinni skák.
Fjórđa deild. 
   Í öftustu deildinni er mikill fjöldi sveita og mćttu ađ ţessu sinni 27 sveitir og sendu Eyjamenn strákasveit til keppni, c-sveit TV.  Í stuttu máli má segja ađ strákarnir hafi stađiđ sig međ mikilli prýđi, eru í 11 sćti og hafa unniđ 13 skákir af 24, sem er hreint stórkostlegt hjá svo ungri sveit, tveir eru 10 ára, tveir eru 11 ára og síđan tveir 13 og 14 ára. Ţetta eru ţeir Sindri Freyr Guđjónsson, sem tefldi ţrjár umferđir međ sveitinni, Alexander Gautason, sem tefldi eina umferđ, Bjartur Týr Ólafsson, Kristófer Gautason, Dađi Steinn Jónsson, Ólafur Freyr Ólafsson og Nökkvi Dan Elliđason.  Ţeir sigruđu hvern andstćđinginn á fćtur öđrum, en líklega var viđureignin viđ Skáksveit Ballar eftirminnilegust, ţar sem ţeir tefldu viđ unga menn úr Verslunarskólanum, sem ţarna voru greinilega mćttir til ađ hafa gaman af hlutunum ţví ţeir hófu leikinn á ţví ađ bjóđa okkar strákum upp á kökur og gos og međ skákinni.  Úrslitin urđu 5-1 fyrir okkar mönnum, sem ţurftu ađ gefa eina skák á 6 borđi, ţar sem vantađi inn mann.
Ţađ sem eftir stendur.
   Eftir helgina stendur ţađ uppúr hve mikill hugur var í stuđningsmönnum félagsins, allir voru tilbúnir til ađ leggja sitt af mörkum til ţess ađ gera hlut Eyjanna sem bestan.  Ekki má svo gleyma ţví ađ ungu skákmennirnir okkar stóđu sig afar vel og ţeim eldri tókst ađ velgja nokkrum stórmeisturunum undir uggum.  Stefnan verđur tekin á ađ hafa liđ í 2 og 3 deild ađ ári, en ţá verđa menn líka ađ halda sjó og mćta til leiks í vor.  Ţađ er alls ekki slćmur árangur á međan byggt er ađ langmestu leyti á Eyjamönnum sjálfum. 
Níu formenn mćttir á stađinn.

   Ţađ er líka gaman ađ geta ţess ađ á skákstađ benti einhver á ţađ ađ á stađnum voru hvorki fleiri eđa fćrri en 9 fyrrum formenn Taflfélags Vestmannaeyja.  Ţetta voru ţeir Arnar Sigurmundsson (1962-65), Andri Valur Hrólfsson (1972-74), Össur Kristinsson (1974-79) nú í Haukum, Guđmundur Búason (1979-82) nú í TR, Sigurjón Ţorkelsson (fjórum sinnum formađur á árunum 1987-2003), Stefán Gíslason (tvisvar formađur á árunum 1989-1997), Ágúst Örn Gíslason (1998-99) teflir nú í Víkingasveitinni, Magnús Matthíasson (2003-2007) teflir nú međ SSON og núverandi, sá sem ţetta skrifar.


Hversu klárir eru hvalir ?

  Eins og komiđ hefur fram í fréttum hafa tveir hvalir dvalist í höfninni í Vestmannaeyjum síđustu 2 sólarhringa.  Vestmannaeyjingar hafa ţar geta fylgst náiđ međ ţessum skepnum hringsóla í Friđarhöfn, sem er innsti hluti hafnarinnar.

  Í dag voru ţeir svo reknir út međ ađstođ nokkurra báta, ţ.á.m. Lóđsinum og björgunarbátnum og gekk ţađ ágćtlega eftir brösuga byrjun.  Ţeir gerđu ítrekađar tilraunir til ađ snúa til baka, en hávađinn í vélunum hrćddi ţá greinilega og loks virtist takast ađ reka ţá á haf út.

  Um var ađ rćđa tvo hvali af tegund sem nefnist Andanefjur.  Eftir ađ hafa séđ ţá hringsóla um í höfninni, greinilega algjörlega ráđalausa, veltir mađur fyrir sér hversu klárir ţessar skepnur eru, fyrst ţeir villast svona herfilega ţarna inni.  Hvalirnir virtust ekki geta fundiđ leiđina út.  Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ hvalir séu jafnvel jafn gáfađar skepnur og menn.  Ţó hef ég aldrei séđ mannskepnur rammvilltar inni í húsasundum og geta ekki fundiđ leiđina út - ţađ vćri reyndar bráđfyndiđ.

Björgunarađgerđir tókust vel Hvalirnir í Friđarhöfn.

  Til fróđleiks má segja frá ţví ađ ţađ var einnig Andanefja sem tók sér sundsprett upp Thames ánna í Bretlandi í janúar 2006 og lét ţar lífiđ eftir björgunartilraunir.  Andarnefja er allstór tannhvalur sem heldur sig mest fjarri landi. Hann veiđir einn og lifir á fiski og djúpsjávarsmokkfiski. Andarnefja er einn besti kafarinn af hvölunum. Á fyrri hluta 20 aldar var Andarnefja mikiđ veidd kringum Ísland og mjög eftirsótt af hvalveiđimönnum en erlendir hvalfangarar veiddu tugi ţúsunda af Andarnefju á Íslandsmiđum. Andarnefja hefur veriđ friđuđ síđan 1977 og fer nú fjölgandi jafnvel ţó Norđmenn hafi veitt ţessa tegund í litlum mćli. Olía var unnin úr Andarnefju sem var mjög eftirsótt en nú hafa tilbúnar olíur leyst Andarnefjuolíu af hólmi.

 Bretar ađ berjast viđ Andanefju í Thames ánni.


mbl.is Hvalasmölun gekk vel í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Silfur á NM til Eyja.

  Ţá erum viđ komnir heim eftir mótiđ.  Strákarnir eru mjög sáttir međ silfriđ, ţađ er einna helst ađ ţađ hafi komiđ okkur á óvart hversu nálćgt viđ vorum ađ vinna mótiđ.  Eitthvađ sem viđ gerđum eiginlega ekki ráđ fyrir í upphafi.  En eftir á ađ hyggja gerđum viđ allt eins vel og viđ gátum.  Undirbúningurinn var ţéttur, fengum tvisvar kennara hingađ og héldum eitt mót, allt til ţess ađ koma strákunum í gírinn.  Ég held ađ ţađ ađ fá Helga Ólafsson međ okkur hafi veriđ sterkasti leikurinn, hann var ómetanlegur og kenndi ţeim gífurlega margt.  Ţađ er engin spurning í mínum huga ađ hann á stóran ţátt í ţví ađ viđ vorum svona nálćgt ţví ađ vinna.  Í fjögurra manna liđi er alltaf erfitt og sjaldgćft ađ fá alla til ađ toppa á sama mótinu og okkur tókst ţađ ekki, ţó t.d. Sindri hafi veriđ í ţvílíku stuđi og fleiri sýndu mikla keppnishörku.  Á mótinu voru margir afar sterkir skákmenn og ljóst ađ sterkt liđ ţarf til ađ vinna slíkt mót, töluverđa kunnáttu, keppnisreynslu og góđa liđsheild.

  Ferđalagiđ var erfitt, ţví prógrammiđ var ţétt og mikil ferđalög á skömmum tíma.  Krakkarnir tefldu í allt ađ 12 tíma á dag og ţegar ferđum er bćtt viđ ţá er afar lítill tími til ađ fara yfir skákir eđa yfirleitt ađ slappa af.  Helgi hélt fundi međ strákunum fyrir hverja umferđ og einnig á hverju kvöldi ţar sem hann fór yfir helstu atriđi.  Hann fór líka yfir hverja skák međ viđkomandi dreng strax eftir ađ henni lauk.

  Ţađ er ljóst ađ viđ eigum alla möguleika á ađ byggja upp sterkt skólaskákliđ hér í Eyjum.  Hvađ ţarf til ađ koma er eitthvađ sem ég hef áđur tjáđ mig um og er enn í fullu gildi, menn verđa ađ fara ađ átta sig á ţví ađ svona kemur ekki af sjálfu sér og afrek verđa ekki unnin međ ađgerđarleysi.


Storsigur a Svitjod b, 3,5 - 0,5. Silfur a NM.

  Sidastu umferdinni er lokid hja okkar strakum.  Vid unnum staersta sigur okkar 3,5-0,5, einungis jafntefli a 2 bordi.  Sindri Freyr Gudjonsson var med fullt hus 5 af 5 og Hallgrimur var med 4 af 5, storkostlegur arangur hja okkar strakum.  Nordmenn og svitjod a gerdu jafntefli 2-2 og lika Finnland og Noregur 2-2.  Silfrid var tvi okkar og halfur vinningur fra NM titli.

Umferdin :

1 bord. Nökkvi - 1 - 0.

2 bord. Alexander - 1/2 - 1/2.

3 bord. Sindri - 1 - 0.

4 bord. Hallgrimur - 1 - 0.

Island - Svitjod 2 = 3,5 - 0,5

Noregur - Svitjod 1 = 2-2

Danmörk - Finnland = 2-2

Lokastadan:

Svitjod Örsundsbro 14 vinningar

Island Vestmannaeyjar 13,5 vinningar.

Noregur Korsvoll 10,5 vinn.

Danmörk Jetsmark  9 vinn.

Svitjod Mälarhöjdens  7 vinn.

Finnland Mänttä  6 vinningar


Island - Svitjod 2 - 2.

  Umferdin var hrikalega spennandi.  Sviarnir voru audvitad a tanum hvort teim takist ad landa titlinum.  Reyndar tafdist umferdin tvisvar tegar advörunarbjöllurnar i skolanum foru i gang adan.

1 bord - Nökkvi - 0 - 1. Tap.

2 bord - Alexander - 0 - 1. Tap.

3 bord - Sindri - 1 - 0. Sigur.

4 bord - Hallgrimur - 1 - 0. Sigur.

Island - Svitjod : 2 - 2.

Finland - Noregur : 1 - 3

Danmörk - Svitjod 2 : 2,5 - 1,5.

Stadan

1. Svitjod Örsundsbro ......... 12

2. Island Vestmannaeyjar ... 10

3. Noregur Korsvoll ........... 8,5

4. Danmörk Jetsmark ....... 7

5. Svitjod Mälarhöjdens .... 6,5

6. Finnland Mänttä ............ 4


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband