Færsluflokkur: Dægurmál

Hversu lengi eigum við að vaða sorpreykinn ?

  Flestir íbúar Vestmannaeyja hafa tekið eftir reyknum frá Sorpu.  Í austlægum áttum ber þennan reyk yfir bæinn okkar.  Stundum slær honum niður í hverfin hér og á mánudaginn bókstaflega fyllti reykurinn miðbæinn svo fólk hélt fyrir vit sér og erum við þó öllu vanir frá loðnubræðslunni.  Þetta er að mínu viti ekki bara sjónmengun, heldur miklu meira.
  Það hefur oft verið um það rætt að þetta þyrfti að laga.  Setja síur eða eitthvað í reykháfana.  Mörg ár eru síðan ég heyrði fyrst um það.
  Afar fáir virðast þó kvarta yfir þessu.  Kannski fólk er orðið dofið af því að anda þessu að sér ?
  Þess vegna spyr ég : Er einhver von um að eitthvað verði gert í þessu og þá hvenær ?
 Hún er falleg byggðin okkar á sólríkum degi.

Skákeyjan.

  Hugmyndin um Skákeyjuna Vestmannaeyjar gengur út á að í Vestmannaeyjum verði byggt upp öflugasta skáklíf meðal barna og unglinga á landinu, ekki bara miðað við höfðatölu, heldur hreinlega yfirhöfuð.
  Hvað þarf að gera til að hrinda þessu í framkvæmd ?
  Fyrst og fremst mikinn stuðning bæjaryfirvalda og grunnskólans og góða samvinnu þessara aðila og Taflfélagsins.  Byrja þarf á því að lýsa yfir að vinna skuli að verkefninu og skilgreina markmið þess og setja þetta strax inn í áætlanir bæjarins og skólans.  Taflfélagið er meira en tilbúið til að axla ábyrgð á einstökum verkefnisþáttum.  Þá má ekki gleyma því að ef svona verkefni tækist vel ætti að vera auðveldur leikur að fá liðsinni menntamálaráðuneytisins við það, ekki síst fjárhagslega.
  Hvað gæti þetta kostað ?
  Ég fullyrði að kostnaðurinn fyrsta árið hlypi ekki á stórum tölum - kannski svona eins og vextir af 3 milljörðum í 2 daga.
  Á hverju á að byrja ?
  Ráða strax kennara í hálft starf, sem kennir skák í öllum yngri bekkjum grunnskólans, e.t.v. einu sinni í viku í hverjum bekk, en þetta væru þá 18 stundir á viku.  Fyrirkomulagið gæti einnig verið lotuskipt, þ.e. að ákveðnir bekkir iðkuðu skák í 2-3 tíma í viku í kannski 2 mánuði.
  Ofan á þetta stæði Taflfélagið og skólinn fyrir mótum, fjölteflum og ýmsum uppákomum.
  Þeir nemendur sem hefðu sérstakan áhuga eða sýndu færni færu í frekara nám hjá félaginu.
  Um leið og svona verkefni færi af stað, þá skapaðist grunnur undir geysilega þátttöku í mótum uppi á landi og hér í heimabyggð.  Unnt væri að halda stór mót fyrir krakka hér í Eyjum, bæði nýstárleg mót og svo auðvitað Íslandsmót, sem léttur leikur yrði að fá hingað ef Skákeyjan yrði að veruleika.
  Ofan á þetta og sem sérstakur bónus væri unnt að rannsaka hvort árangur í almennu námi tengdist skákiðkun með einhverjum hætti.
  Bæjaryfirvöld gætu státað af verkefninu og ekki myndi standa á áhugasömum að skoða framkvæmdina.
  Framhaldið ?
  Þróa verkefnið enn frekar, með hliðsjón af reynslunni.  Þá er unnt að hugsa sér að halda alþjóðleg mót og bjóða hingað þekktum stórmeisturum.
  Er þetta framkvæmanlegt ?
  Já, og það eina sem þarf er vilji, vinna og staðfesta. 

Skákævintýrið í Eyjum.

  Á árinu 2003 var tekin sú ákvörðun í stjórn Taflfélags Vestmannaeyja að reyna nýjar leiðir til fjölga iðkendum í skák í bænum.  Þá var það eitt af markmiðunum að fjölga mjög iðkendum í yngri aldurshópum og jafnframt að leitast við að bjóða þeim markvissa kennslu.  Hluti af áætluninni var að iðkendurnir fengju tækifæri til að spreyta sig við þá bestu á landinu svo samanburður gæfist.
  Leyndardómurinn við að fjölga iðkendum var einfaldur, að halda í þá var e.t.v. meiri kúnst, en áætlunin gekk út á að gera skák skemmtilega.  Þá yrði að krydda æfingarnar og umgjörðina.  Halda þyrfti skemmtileg mót, æfingarnar þurfu að vera markvissar, en með ákveðnum hléum þar sem skemmtunin tók völdin.  Að vera í skákfélagi þurfi að verða meira spennandi en áður.  Bestu krakkarnir urðu að fá tækifæri til að etja kappi við jafningja sína og einnig að keppa við fullorðna.  Fjölga þyrfti þeim krökkum sem kæmust inn á íslenska stigalistann með reglulegum mótum í kappskákum, þar sem þeir yngri væru einnig með.
  Með góðum mönnum í stjórn félagsins varð vinnan að þessum markmiðum leikur einn.  Ýmsar nýjungar litu dagsins ljós, allir skákkrakkar muna eftir Skákævintýrinu sem bar höfuð og herðar yfir önnur skákmót fyrir krakka á Íslandi og enn fæ ég spurningar um hvenær næsta mót verði.  Deildakeppni, pizzuveislur, sunnudagsmót og uppskeruhátíðir eru og voru stórskemmtilegar uppákomur fyrir krakkana.
  Maraþonskákin er nýjasta uppfinningin og hefur vakið verðskuldaða athygli.
  Ég get þó ekki rætt árangur félagsins án þess að nefna að án stuðnings fjölmargra hér í Vestmannaeyjum væri þetta gjörsamlega ómögulegt.  Jákvæðni og velvild hafa elt félagið á röndum og fyrir það ber að þakka.
  Og hver er svo árangurinn ?  Árið 2003 vorum við að stefna að því að verða Suðurlandsmeistarar. Í dag höfum við landað 3 Íslandsmeistartitlum í barnaflokki síðustu fjögur ár.  Á Íslandsmeistaramóti barnaskólasveita höfum við sigrað síðustu tvö ár og lent í 2 sæti á NM í þeim flokki.  Nú eru um 10 krakkar í Eyjum undir 15 ára aldri á íslenska stigalistanum, sem skilar okkur á hverju ári keppendum á Norðurlandamóti einstaklinga, þar sem farið er eftir þeim lista við val á ungmennum í landslið.
  Það sem ég tel þó markverðast og óvenjulegast er að sigrar okkar byggjast ekki á 1-2 krökkum, heldur á stórum hópi efnilegra skákmanna í yngri kantinum.  T.d. hafa 8 strákar í félaginu orðið Íslandsmeistarar barnaskólasveita á 2 árum.
  Enn og aftur vil ég þó árétta að svona árangri þarf að fylgja eftir.  Ég tel að Vestmannaeyjar eigi alla möguleika á að efla skáklíf enn frekar ef vel er á spilunum haldið.
  Hugmyndin um Skákeyjuna er þess virði að setja hana í framkvæmd.

Hryggspenna.

  Eina glímu-takið sem íslendingar kunnu hér á öldum áður og má sennilega telja með þjóðararfi okkar var svokölluð hryggspenna.  Hver kannast ekki við hið gamalgróna máltæki "að hafa undirtökin", sem á upphaf sitt í þessari þjóðaríþrótt, en sá sem náði undirtökunum hafði alla jafna meiri möguleika á sigri.  Þeir voru fáir sem ekki höfðu spreytt sig í hryggspennu hér áður fyrr.  Menn hittust varla á engjum úti nema taka hvor utan um annan og iðka hryggspennu sér til heilsubótar, enda ekkert betra fyrir bakið en að fá smá réttingu á því eftir erfiða vetur undir lágreistum hýbýlum þeirra tíma.
  Sjómaður er t.d. miklu yngri íþrótt og er útlend eftirherma og er ekki eins samofin þjóðarsálinni og hryggspennan svo ekki sé talað um Krumlu, en íslendingum var fyrirmunað að stunda hana lengi framan af öldum, einfaldlega vegna þess að þeir voru svo krókloppnir á höndum (og víðar) allt fram undir aldamótin 1900.  Krókur er svo annað fyrirbæri, sem á rætur að rekja til þess þegar menn aðstoðuðu hverjir aðra að rétta úr fingrum, t.d. þegar þeir voru búnir að halda um orfið dægrum saman.  Því má halda því fram með rökum að Krókur sé séríslensk íþrótt. 
  Ég legg til að stofnað verði sérstakt safn þar sem köflum úr sögu þessarar fornu þjóðaríþróttar yrði safnað og viðhaldið.  Glímusambandið gæti t.d. staðið að undirbúningnum.  Deildir í þessu Hryggspennusafni gætu verið Sjómanns-, Krumlu- og Króksdeild (allar þó afar smáar).
  Í tilefni af athugasemdum með þessari grein skal tekið fram að reglur í hryggspennu ættu að vera öllum ljósar, t.d. voru þeir sem notuðu hökuna til að nudda andstæðinginn til uppgjafar, annálaðir óþokkar og hinir sem brugðu fæti aftur fyrir andstæðing sinn til að fella hann, voru samstundis alkunnir af ódrengskap.
  Myndin, sem hér fylgir, er einungis til að sýna fram á hversu aðrar íþróttir standa hryggspennuíþróttinni langt að baki.
 Þessir hafa ekki náð neinum hryggspennutökum hvor á öðrum, heldur stimpast þeir við eins og þrjóskir nautkálfar.

mbl.is Glímudrottning í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og það er líka erfitt að telja hreindýr.

  Svo eru menn steinhissa á því að loðna skuli finnast allt í einu, þegar hún átti ekki að vera til nema rétt aðeins til að viðhalda stofninum.
  Ég man eftir fréttum af því að hreindýrastofninn hafi verið vantalinn um tugi prósenta og eru það þó dýr sem hlaupa um á auðum heiðum og ekki af smærri gerðinni.
  Það er bara ekkert skrítið við þetta.  Loðnan er óútreiknanleg og hefur oft horfið í hafdjúpin þar sem hún hefur ekki fundist og birtist svo bara í hundruðum þúsunda tonna magni.
  Hreindýrin eru þó ekki nema nokkur þúsund og hverfa þó stundum sjónum fræðinganna.

mbl.is Leggja til aukningu loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpa bönkunum - ábyrgð.

  Um fátt er nú meira rætt en ástandið í íslenska bankakerfinu.
  Það sé agalegt hve útlendingarnir hafi litla trú á íslensku bankastrákunum okkar.  Þeir hafi meira að segja hætt að lána þeim.  Ástandið sé grafalvarlegt.
  Nú um stundir fá menn engin lán í bönkum lengur. Bankarnir eiga í erfiðleikum.  Þeir eru hættir að ráða nýtt fólk. Uppsagnir séu á næsta leyti.
  Það er af sem áður var.  Þá réðu þeir alla sem villtust inn til þeirra, helst í verðbréfadeildirnar, kaupa - selja, aðallega kaupa.
  Veisluhöldunum ætlaði aldrei að linna.  Það voru engar smáræðisveislur.  Milljarðamæringar af gamla skólanum höfðu hreinlega aldrei dottið neitt slíkt og þvíumlíkt í hug.  Enda voru þeir bara púkó.
  Varðandi hvað skuli til bragðs að taka eru ýmis sjónarmið á lofti.  Það nýjasta er að Seðlabankinn eigi að varpa verðbólgumarkmiðum sínum.  Annað er að ekkert sé í stöðunni nema að kasta krónunni og ganga í EB og fara að handfjatla evrur í gríð og erg.  Og það er bara sjálfsagt talið að nú þurfi að stífla fleiri ár og reisa fleiri álver svo þessi svokölluðu "hjól efnahagslífsins" hægi ekki á sér.  Hvernig lentum við eiginlega í þessari aðstöðu ?
   Svo byrjar gamla vísan sem við öll höfum heyrt svo oft áður. Þjóðin verður beðin um að hjálpa til, annars fari allt fj. til, eða hreinlega menn hafi verra af, það rjúki upp verðbólga og atvinnuleysi í kjölfarið.  Þess vegna verða menn að fórna, horfa í gegnum fingur sér, t.d. að læra að spara, stöðva launahækkanir og hætta að heimta.  Taka á sig baggana.
  Bíðiði við, eitthvað gengur hér ekki upp í mínum huga.
  Hvaða snillingar flugu hátt yfir heimsins höfum og keyptu daglega ný gróðafyrirtæki, betra í dag en í gær og allt breyttist í gull í þeirra höndum ?  Og ekki vantaði að laun þessara snillinga væru í samræmi við snilligáfur þeirra.
  Nei, ég held ekki.  Sé ekki nokkra ástæðu til þess að þjóðin færi neinar fórnir af þessu tilefni - Þar að segja ef menn komast hjá því.
  Það væri eftir öllu að þeir sem smurðu snitturnar ofaní liðið en fengu ekki að smakka, þeir verði látnir súpa seiðið af bruðlinu.
  Og hefur einhver minnst á ábyrgð í þessu sambandi ?

mbl.is Bankarnir hægi á í útþenslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert göngufæri innanbæjar.

  Ég var að koma gangandi ofan af lögreglustöð og heim.  Þessi spotti er ekki langur, kannski 10 mínútur en Ásavegurinn reyndist þrautinni þyngri undir fótinn og skaflar alla leið innúr.  Þessi sex húsa leið var nánast ófær gangandi, en eftir að hafa litið yfir ástandið sá ég að líklega væri best að koma sér að grindverkunum og fikra sig svo eftir þeim og ofan á þeim inn eftir götunni.  Eftir smá barning komst ég svo heim í heitar pönnukökur sem biðu eftir mér ásamt fjölskyldunni.
  Skaflarnir eru svo gljúpir að þungir menn eins og ég sökkvum bara hreinlega niður úr þeim og komumst ekki lönd eða strönd.  Þá mega menn heldur ekki vera of klofstuttir, því þá er hætt við að menn sitji fastir á afturendanum, en sem betur fer er ég með kloflengri mönnum svo ég slapp við slíkar uppákomur.
  Eftir þessa gönguför ráðlegg ég ekki nema þeim sem eru í góðri líkamlegri æfingu að klofa þessa skafla (og ekki í gallabuxum).
  Helstu stofnleiðir eru þó vel færar gangandi fólki, það er bara svona í botnlöngum sem ástandið er slæmt.
 Þessi mynd er ekki tekin á Ásaveginum.

mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í 2 sæti.

  Nú eftir 5 og næstsídustu umferd er stadan í stigakeppni keppnistjódanna á NM unglinga í skák tessi:

1. Noregur 32 vinningar

2. Ísland 29,5 vinningar

3. Finnland 26 vinningar

4. Svítjód 25,5 vinningar

5. Danmörk 19 vinningar

6. Færeyjar 18 vinningar.

  Nú er um ad gera ad halda sætinu á eftir, reyndar keppa íslendingar innbyrdis á tveimur bordum.

Unnu Svítjód 4-0 í fótbolta.

  Litlu strákarnir fóru í fótboltakeppni ádan, sem Svíarnir höfdu skipulagt og gjörsigrudu sænska lidid 4-0, enda allir í boltanum, eins og Hemmi segir.


Stórkostlegri 5 umferd lokid - Kristófer vann !

  Nú er fimmtu umferd lokid og med stórkostlegum árangri íslensku strákanna, 8,5 vinningar í hús !!  Fyrr í morgun birtist Kristófer og hafdi unnid sína skák á móti dananum, Farzam Firooznia, sem hafdi bodid Kristófer jafntefli 5 sinnum, en okkar strákur hafnadi bodinu alltaf jafnódum.

  8,5 vinningar í hús !

29,5 vinn. af 50 eda 59% vinningshlutfall !

  Lokastadan hjá íslendingunum er komin. Dadi og Dagur Andri voru ad vinna sínar skákir.

  Tetta er tví tannig ad Kristófer, Dagur R., Svanberg, Patrekur, Dagur Andri, Sverrir, Dadi og Gudmundur unnu sínar skákir, Atli gerdi jafntefli en Fridrik tapadi.

  Ofangreint er enn birt án ábyrgdar !

  Annars finnst mér afar fáar athugasemdir hér og hef tad sterklega á tilfinningunni ad engin sé ad lesa tetta blessada blogg hjá mér, nema Gunnar skak.is, Bjössi Thorfinns. og Maggi Matt.  Gaman ad tví.  Vona ad tetta snöggsodna fréttaform henti ykkur og mun ég e.t.v. reyna tetta aftur í kvöld ef tid viljid - segid ykkar álit hvort tid hafid áhuga á svona stanslausum fréttum af skákstad ?

  Hér má sjá keppendur tefla skák á ís (myndin er ekki tekin hér í Tjele).


70 % vinningshlutfall.

  Í 4 umferd fengu íslensku keppendurnir 7 vinninga af 10 og eru tar med komnir med 52,5% vinningshlutfall (21 vinning) í mótinu til tessa.

 Já, nú eru prósenturnar okkur í hag !

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband